Lágmarksaldur í ófrjósemisaðgerð lækkar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:01 Fjöldi ófrjósemisaðgerða hjá körlum hefur tvöfaldast frá aldamótum. VISIR/GETTY Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur. Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Lágmarksaldur til að fara í ófrjósemisaðgerð var lækkaður úr 25 árum í 18 ár með lögum sem samþykkt voru á Alþingi í gær. Fjöldi karla sem fara í aðgerðina hefur meira en tvöfaldast frá áramótum en læknir segir þá flesta komna yfir þrítugt. Alþingi samþykkti í gær ný heildarlög um ófrjósemisaðgerðir en áður var fjallað um þær í sömu lögum og fóstureyðingar. Í nýju lögunum eru tvenns konar heimildir fyrir aðgerðinni, annars vegar að ósk einstaklings sem hefur náð átján ára aldri og hins vegar má framkvæma þær á yngra fólki ef frjósemin hefur alvarleg heilsufarsáhrif. Með nýju lögunum er lágmarsaldur í aðgerðirnar lækkaður úr 25 árum í átján ár. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að það hafi verið afstaða nefndar sem vann að heildarendurskoðun fyrri laga að óþarfa forræðishyggja fælist í 25 ára aldurstakmarki. Í frumvarpi með fyrri lögum segir hins vegar að fæstir hafi öðlast nauðsynlega lífsreynslu og þroska við átján ára aldur til að vera færir um að taka þessa ákvörðun. Eiríkur Orri Guðmundsson, þvagfaraskurðlæknir, segir lítið hafa verið um að ungt fólk undir 25 ára aldri hafi sýnt aðgerðinni áhuga. Flestir séu komnir yfir þrítugt. Ný lög um ófrjósemisaðgerðir voru samþykkt í gær.vísir/vilhelm „Langflestir eru komnir á þann stað að þeir hafa ekki hgusað sér að eignast fleiri börn og líta á þetta sem góðan kost sem varanlega getnaðarvörn. Það er lítið um að menn komi sem eiga ekki börn, og vilja ekki eignast börn, eða það gerist þó stöku sinnum," segir Eiríkur. Hægt er að snúa við ófrjósemisaðgerðum karla, þótt árangurinn af því sé ekki tryggður. Á síðustu árum hefur ófrjósemisaðgerðum karla stórfjölgað á meðan aðgerðum á konum hefur fækkað. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að 248 karlar fóru í ófrjósemisaðgerð árið 2000 en árið 2016 fóru tvöfalt fleiri í aðgerðina, eða 508. Árið 2000 fóru yfir fimm hundruð konur í aðgerðina en 117 árið 2016. Samkvæmt nýju lögunum eru ófrjósemisaðgerðir, bæði karla og kvenna, gjaldfrjálsar fyrir þá sem eru sjúkratryggðir. Eiríkur telur ólíklegt að breytingin á aldurstakmarki hafi mikil áhrif á sókn í aðgerðirnar. „Ég á nú síður von á því að þetta ýti undir að ungir karlar fari í ófrjósemisaðgerðir áður en þeir fara út í barneignir, að minnsta kosti ekki ef þeir eru vel upplýstir um þetta," segir Eiríkur.
Alþingi Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira