Meghan og Harry eignuðust dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 13:43 Meghan og Harry í Lundúnum í mars síðastliðnum. Getty/Karwai Tang Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag. Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag.
Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07
Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12