Erlent

Þrír taldir látnir eftir að verksmiðja sprakk nærri Chicago

Andri Eysteinsson skrifar
Mikið lið var sent á staðinn.
Mikið lið var sent á staðinn. Getty/Chicago Tribune
Lögreglan í bænum Waukegan í Illinois í Bandaríkjunum telur að þrír hafi látist þegar kísilverksmiðja í bænum sprakk og brann.

Níu starfsmenn verksmiðjunnar, AB Specialty Silicones, voru staddir inni í húsinu þegar það sprakk klukkan hálf 10 í gærkvöld á staðartíma. Borgin Waukegan er staðsett rúmum 80 kílómetrum norðan við stórborgina Chicago. AP greinir frá.

Fjórir starfsmenn voru færðir á sjúkrahús en tveir neituðu læknishjálp. Þriggja manna var saknað en nú hefur lík eins þeirra fundist í brunarústunum. Leit að hinum mönnunum, sem taldir eru látnir, hefur verið frestað þar sem að aðstæður hættulegar leitarmönnum og verður henni framhaldið eftir að rústirnar verða rifnar.

Orsök sprengingarinnar hefur enn ekki fundist en rannsókn er hafin segir slökkviliðsstjórinn Steven Lenzi. 100 slökkviliðsmenn mættu á vettvang í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×