40% ökunema falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 20:35 Hlutfall þeirra sem falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið hefur aukist frá árunum 2017 og 2016. Vísir/Vilhelm 40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar. Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar.
Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira