Mourinho kallaði Messi guð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 09:00 Lionel Messi fagnar öðru marka sinna á móti Liverpool. Getty/Chris Brunskill Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hefur kynnst ýmislegu í fótboltanum og þjálfað marga af bestu leikmönnum heims. Mourinho hefur aftur á móti aldrei þjálfað Lionel Messi. Mourinho er hins vegar í aðdáendaklúbbi Argentínumannsins eins og kannski flestir knattspyrnuáhugamenn heimsins. Mourinho var að vinna sem knattspyrnusérfræðingur þegar Messi gerði út um fyrri undanúrslitaviðureign Barcelona og Liverpool í fyrrakvöld. Jose Mourinho hefur margoft staðið frammi fyrir því risastóra verkefni að finna leiðir til þess að reyna að halda aftur af Lionel Messi. Samband þeirra hefur ekki verið allt of gott síðan að Mourinho sakaði Argentínumanninn um leikaraskap þegar þeir mættust fyrst í Meistaradeildinni. Það batnaði heldur ekki þau þrjú ár sem Jose Mourinho stýrði liði Real Madrid. Það virðist vera allt gleymt í dag því Jose Mourinho sparaði ekki hrósið á Argentínumanninn þegar hann fjallaði um 3-0 sigur Barcelona á Liverpool. Mourinho var þar mættur í vinnuna hjá Russia Today en Manchester Evening News sagði frá. „Liverpool sýndi hugrekki í nálgun sinni. Ég held að á síðustu tuttugu árum hafi ekki mörg lið verið meira með boltann en Barcelona í leik í Meistaradeildinni,“ sagði Jose Mourinho. „Guð fótboltans breytti öllu í þessum leik. Barcelona er auðvitað með gott fótboltalið og frábæra leikmenn en þessi leikur er algjörlega ótrúlegur,“ sagði Mourinho. „Liverpool átti miklu meira skilið en 3-0 tap en á lokakafla leiksins hefði þetta líka geta orðið 4-0 eða 5-0 því leikurinn var galopin og þeir réðu ekki við þá. Stóra spurningin er hvernig Barcelona lið munum við sjá þegar Messi ákveður að kveðja,“ sagði Mourinho.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00 Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00 Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Sjá meira
Messi og Ronaldo eru núna jafnir með 600 mörk Lionel Messi skoraði í gærkvöldi sitt sexhundruðasta mark fyrir Barcelona aðeins nokkrum dögum eftir að Cristiano Ronaldo skoraði sitt sexhundrasta mark fyrir sín félagslið. 2. maí 2019 17:00
Messi komst upp með að færa boltann á mun betri stað í aukaspyrnunni Lionel Messi skoraði magnað mark í Meistaradeildinni í gærkvöldi þegar hann innsiglaði 3-0 sigur Barcelona á Liverpool í fyrri undanúrslitaleik liðanna. 2. maí 2019 09:00
Messi sá markahæsti á móti bestu liðum Englands og spilar ekki einu sinni í deildinni Lionel Messi sýndi enn einu sinni snilli sína í gærkvöldi þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. 2. maí 2019 12:30