Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2019 21:00 Haraldur Benediktsson, strandveiðisjómaður á Sæbergi HF-112. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00