Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2019 21:00 Haraldur Benediktsson, strandveiðisjómaður á Sæbergi HF-112. Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2: Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. Púlsinn var tekinn í Hafnarfjarðarhöfn í fréttum Stöðvar 2. Hjá vaktstöð siglinga telja menn að veður við landið hafi hvergi hamlað sjósókn í dag og áætla að um eða yfir tvöhundruð bátar hafi haldið til strandveiða. Í Hafnarfirði tóku strandveiðisjómenn að streyma inn til löndunar fljótlega upp úr hádegi, þeirra á meðal Haraldur Benediktsson á Sæbergi. „Þetta er góður dagur, svona til að byrja á, gott veður. Það gekk mjög vel í dag. Blandaður fiskur. Við erum aðeins að missa af stóra fiskinum. Hann er að fara,“ segir Haraldur, og kveðst hafa viljað fá að byrja fyrr á þessu svæði meðan stóri fiskurinn væri þar enn. Hann sagðist vera með liðlega sjöhundruð kíló, sem er nálægt leyfðum dagskammti.Hver bátur má veiða að hámarki 12 daga í mánuði, frá mánudegi til fimmtudags, næstu fjóra mánuði.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Hjá Landsambandi smábátasjómanna áætlar Örn Pálsson að milli fimm- og sexhundruð bátar verði á strandveiðunum í sumar. -Er þetta tilhlökkun hjá körlum eins og þér að fara á strandveiðarnar? „Já, það er alltaf spennandi að byrja. Búinn að bíða eftir þessu núna í nokkra daga,“ svarar Haraldur. Heildarkvóti strandveiðisjómanna hefur verið aukinn um átta prósent frá því í fyrrasumar og nemur nú 11.100 tonnum. Áætla má heildarverðmæti strandveiðipottsins um þrjá milljarða króna. Lætur nærri að um fimm milljónir króna komi að jafnaði í hlut hvers báts á þeim fjórum mánuðum, sem veiðarnar standa yfir í sumar. „Þetta er ágætis búbót, skulum við segja.“ Haraldur segist þó líta meira á þetta sem hobbí. „Þetta er voða friðsælt að vera einn svona með sjálfum sér út á sjó,“ segir hann og brosir. Hér má sjá viðtalið á Stöð 2:
Hafnarfjörður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Sjá meira
Búist við 500-600 bátum á strandveiðum í sumar Fyrsti dagur strandveiðanna er í dag að þær færa jafnan mikið líf í hafnir landsins hringinn í kringum landið. Breytt lög tryggja hverjum báti núna að lágmarki tólf veiðidaga í hverjum mánuði. 2. maí 2019 12:00