Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 11:00 William Barr á fundi dómsmálanefndar öldungardeildarinnar í gær. AP/Susan Walsh William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Þeim fundi varði Barr í að gagnrýna Robert Mueller, sérstakan rannsakanda ráðuneytisins, fyrir að hafa sent ráðuneytinu bréf þar sem hann gagnrýndi samantekt og kynningu ráðherrans á skýrslunni með niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Í samantekt sinni ákvað Barr að lýsa því yfir að Donald Trump, forseti, hefði ekki reynt að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar, þó töluvert hafi verið um slíkar vísbendingar í skýrslunni. Sérfræðingar segja Barr ekki hafa hagað sér eins og Dómsmálaráðherra og þess í stað hafi hann hagað sér eins og einkalögmaður Trump. Þá hefur hann verið sakaður um að ljúga að þingmönnum og einhverjir þingmenn Demókrataflokksins hafa gengið svo langt að kalla eftir afsögn hans.Hér má sjá þingkonuna Mazie Hirono, frá Hawaii, ganga hart fram gegn Barr og saka hann um lygar. Hann væri ekki ólíkur Rudy Giuliani, Kellyanne Conway eða öðrum sem „hafa fórnað orðspori sínu fyrir lygarann og þjófinn“ í Hvíta húsinu. Lindsay Graham, formaður nefndarinnar og bandamaður Trump, kom Barr þó til varnar.Stuttu eftir fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar í gær, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, tilkynnti Barr að hann ætlaði sér ekki að mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, sem er stjórnað af Demókrötum. Frestur Dómsmálaráðuneytisins til að útvega þeirri nefnd skýrslu Mueller rann einnig út í gær. Barr hafði í aðdraganda fundarins mótmælt því að lögmenn myndu spyrja hann spurninga á nefndarfundinum. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar lýsti því yfir í gær að nefndarfundurinn færi fram án Barr. Líklegt þykir að Nadler muni halda atkvæðagreiðslu um það hvort að Barr hafi lítilsvirt nefndina og verður honum mögulega stefnt. Þó ekki strax, samkvæmt Nadler, sem vill einbeita sér að því að koma höndum yfir skýrslu Mueller, þar sem engir hlutar hennar hafa verið afmáðir, samkvæmt AP fréttaveitunni.Varði Trump með kjafti og klóm Meðal þess sem Barr sagði á fundinum í gær var að hann skildi ekki af hverju Robert Mueller hefði haldið áfram að rannsaka möguleg tilvik þar sem Trump reyndi að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar, ef hann vissi að hann ætlaði ekki að leggja til að Trump yrði ákærður. Þetta sagði Barr illskiljanlegt.Mueller tók þó fram í skýrslu sinni að hann lagði ekki til að ákæra ætti Trump, þar sem Dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti Bandaríkjanna njóti friðhelgi. Muller sagðist þó hafa rannsakað þessi tilteknu atvik vegna þess að mögulegt væri að ákæra forseta, eftir að hann flytur úr Hvíta húsinu. Barr sagði einnig á fundinum í gær að ef Mueller hefði fundið nægjanleg sönnunargögn til að ákæra Trump, hefði hann tekið það fram í skýrslu sinni. Það er þó þvert á það sem Mueller sagði í skýrslunni. Þar sem hann sagði það í raun ósanngjarnt að taka fram að ákæra ætti forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar, sama hver sönnunargögnin væru, vitandi að það væri ekki hægt.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Seinna á fundinum í gær varði Barr framboð Trump og dró í efa að starfsmenn framboðsins hefðu reynt að hagnast á upplýsingum sem yfirvöld Rússlands stálu með tölvuárásum og birtu í gegnum Wikileaks. Þrátt fyrir að í skýrslu Mueller komi fram að starfsmenn framboðsins hafi búist við því að hagnast á aðgerðum Rússa.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Þá neitaði hann að segja hvort honum þætti rangt af forseta Bandaríkjanna að skipa starfsmönnum sínum að ljúga að almenningi og sagðist ekki vera í þeim bransa að leita uppi lygar að bandarísku þjóðinni. Hann væri að leita uppi glæpi.Hefur samúð með Trump Barr sagðist þó hafa samúð með Trump og sagði að í tvö ár hefði ríkisstjórn hans þurft að glíma við ásakanir, sem Barr sagði vera falskar. Á einum tímapunkti fundarins var rætt um framburð Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, þar sem hann sagði Trupm hafa hringt í sig í tvígang og sagt honum að skipa Rod Rosenstein, fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra, reka Mueller vegna meintra hagsmunaárekstra hans. McGahn sagði rannsakendum Mueller að hann hafi neitað og ætlað að segja af sér vegna þessa. Í vitnisburði Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, kemur fram að McGahn hafi ætlað að segja af sér eftir að Trump bað hann um að reka Mueller. Priebus segir að McGahn hafi sagt sér að forsetinn hafi beðið hann um að „gera klikkaða hluti“ [e. Do crazy shit]. McGahn hafi ekki viljað fara nánar út í hvað það var til að hlífa Priebus við því sem „hann þurfti ekki að vita“. Barr hélt því fram á fundinum í gær að Trump hefði í rauninni ekki skipað McGahn að reyna að reka Mueller. Þess í stað hafi hann einungis verið að koma mótmælum sínum um rannsóknina á framfæri. Þar að auki sagði Barr að brottrekstur Mueller hefði ekki bundið endi á rannsóknina heldur hefði annar sérstakur rannsakandi verið skipaður.Prófessorinn William Howell lýsir framferði Barr á fundinum í gær.Annar prófsessor sem Washington Post ræddi við sagði það hvernig Barr hunsaði sterkar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar fara gegn almennri skynsemi og til marks um að Barr færi fram í slæmri trú. „Að dómsmálaráðherra segi: „Það er ekkert þarna“ er í samræmi við það sem hann hefur sagt en fer þvert gegn niðurstöðum rannsóknar Mueller,“ sagði Jessica Levinson, lagaprófessor, við Washington Post.Var ráðinn eftir að hann sagði rannsókn Mueller úr böndunum William Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minniblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump.Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Trump Bandaríkjaforseti skipaði Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra en snerist harkalega gegn honum eftir að hann skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda. 30. apríl 2019 08:45 Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Skýrsla Roberts Mueller hefur ekki breytt áliti meirihluta Bandaríkjamanna á Donald Trump ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 10:37 Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. 22. apríl 2019 20:30 Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Í viðtali við þáttastjórnanda á Fox News fullyrti Donald Trump að rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hafi verið valdaránstilraun gegn sér. 26. apríl 2019 10:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Þeim fundi varði Barr í að gagnrýna Robert Mueller, sérstakan rannsakanda ráðuneytisins, fyrir að hafa sent ráðuneytinu bréf þar sem hann gagnrýndi samantekt og kynningu ráðherrans á skýrslunni með niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Í samantekt sinni ákvað Barr að lýsa því yfir að Donald Trump, forseti, hefði ekki reynt að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar, þó töluvert hafi verið um slíkar vísbendingar í skýrslunni. Sérfræðingar segja Barr ekki hafa hagað sér eins og Dómsmálaráðherra og þess í stað hafi hann hagað sér eins og einkalögmaður Trump. Þá hefur hann verið sakaður um að ljúga að þingmönnum og einhverjir þingmenn Demókrataflokksins hafa gengið svo langt að kalla eftir afsögn hans.Hér má sjá þingkonuna Mazie Hirono, frá Hawaii, ganga hart fram gegn Barr og saka hann um lygar. Hann væri ekki ólíkur Rudy Giuliani, Kellyanne Conway eða öðrum sem „hafa fórnað orðspori sínu fyrir lygarann og þjófinn“ í Hvíta húsinu. Lindsay Graham, formaður nefndarinnar og bandamaður Trump, kom Barr þó til varnar.Stuttu eftir fund dómsmálanefndar öldungadeildarinnar í gær, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, tilkynnti Barr að hann ætlaði sér ekki að mæta á fund dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, sem er stjórnað af Demókrötum. Frestur Dómsmálaráðuneytisins til að útvega þeirri nefnd skýrslu Mueller rann einnig út í gær. Barr hafði í aðdraganda fundarins mótmælt því að lögmenn myndu spyrja hann spurninga á nefndarfundinum. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar lýsti því yfir í gær að nefndarfundurinn færi fram án Barr. Líklegt þykir að Nadler muni halda atkvæðagreiðslu um það hvort að Barr hafi lítilsvirt nefndina og verður honum mögulega stefnt. Þó ekki strax, samkvæmt Nadler, sem vill einbeita sér að því að koma höndum yfir skýrslu Mueller, þar sem engir hlutar hennar hafa verið afmáðir, samkvæmt AP fréttaveitunni.Varði Trump með kjafti og klóm Meðal þess sem Barr sagði á fundinum í gær var að hann skildi ekki af hverju Robert Mueller hefði haldið áfram að rannsaka möguleg tilvik þar sem Trump reyndi að koma í veg fyrir framgang réttvísinnar, ef hann vissi að hann ætlaði ekki að leggja til að Trump yrði ákærður. Þetta sagði Barr illskiljanlegt.Mueller tók þó fram í skýrslu sinni að hann lagði ekki til að ákæra ætti Trump, þar sem Dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að forseti Bandaríkjanna njóti friðhelgi. Muller sagðist þó hafa rannsakað þessi tilteknu atvik vegna þess að mögulegt væri að ákæra forseta, eftir að hann flytur úr Hvíta húsinu. Barr sagði einnig á fundinum í gær að ef Mueller hefði fundið nægjanleg sönnunargögn til að ákæra Trump, hefði hann tekið það fram í skýrslu sinni. Það er þó þvert á það sem Mueller sagði í skýrslunni. Þar sem hann sagði það í raun ósanngjarnt að taka fram að ákæra ætti forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar, sama hver sönnunargögnin væru, vitandi að það væri ekki hægt.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Seinna á fundinum í gær varði Barr framboð Trump og dró í efa að starfsmenn framboðsins hefðu reynt að hagnast á upplýsingum sem yfirvöld Rússlands stálu með tölvuárásum og birtu í gegnum Wikileaks. Þrátt fyrir að í skýrslu Mueller komi fram að starfsmenn framboðsins hafi búist við því að hagnast á aðgerðum Rússa.Sjá einnig: Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Þá neitaði hann að segja hvort honum þætti rangt af forseta Bandaríkjanna að skipa starfsmönnum sínum að ljúga að almenningi og sagðist ekki vera í þeim bransa að leita uppi lygar að bandarísku þjóðinni. Hann væri að leita uppi glæpi.Hefur samúð með Trump Barr sagðist þó hafa samúð með Trump og sagði að í tvö ár hefði ríkisstjórn hans þurft að glíma við ásakanir, sem Barr sagði vera falskar. Á einum tímapunkti fundarins var rætt um framburð Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðings Hvíta hússins, þar sem hann sagði Trupm hafa hringt í sig í tvígang og sagt honum að skipa Rod Rosenstein, fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra, reka Mueller vegna meintra hagsmunaárekstra hans. McGahn sagði rannsakendum Mueller að hann hafi neitað og ætlað að segja af sér vegna þessa. Í vitnisburði Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, kemur fram að McGahn hafi ætlað að segja af sér eftir að Trump bað hann um að reka Mueller. Priebus segir að McGahn hafi sagt sér að forsetinn hafi beðið hann um að „gera klikkaða hluti“ [e. Do crazy shit]. McGahn hafi ekki viljað fara nánar út í hvað það var til að hlífa Priebus við því sem „hann þurfti ekki að vita“. Barr hélt því fram á fundinum í gær að Trump hefði í rauninni ekki skipað McGahn að reyna að reka Mueller. Þess í stað hafi hann einungis verið að koma mótmælum sínum um rannsóknina á framfæri. Þar að auki sagði Barr að brottrekstur Mueller hefði ekki bundið endi á rannsóknina heldur hefði annar sérstakur rannsakandi verið skipaður.Prófessorinn William Howell lýsir framferði Barr á fundinum í gær.Annar prófsessor sem Washington Post ræddi við sagði það hvernig Barr hunsaði sterkar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar fara gegn almennri skynsemi og til marks um að Barr færi fram í slæmri trú. „Að dómsmálaráðherra segi: „Það er ekkert þarna“ er í samræmi við það sem hann hefur sagt en fer þvert gegn niðurstöðum rannsóknar Mueller,“ sagði Jessica Levinson, lagaprófessor, við Washington Post.Var ráðinn eftir að hann sagði rannsókn Mueller úr böndunum William Barr var skipaður í embætti Dómsmálaráðherra fyrr á þessu ári. Hann var á árum áður ráðherra í forsetatíð George H.W. Bush en Trump tilnefndi hann eftir að hann rak Jeff Sessions úr embættinu. Þá hafði Trump lengi verið reiður út í Sessions vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan varðandi Rússarannsóknina eftir að hann sagði ósatt um fundi með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Barr sendi í fyrra 20 tuttugu blaðsíðna minniblað óumbeðinn til Dómsmálaráðuneytisins þar sem hann gagnrýndi rannsókn Mueller harðlega og sagði hana hafa farið úr böndunum. Hann deildi minnisblaðinu einnig með lögmönnum Trump.Varaði hann við því að ef dómsmálaráðuneytið leyfði Mueller að halda áfram á sömu braut hefði það „grafalvarlegar afleiðingar langt umfram mörk þessa máls og ylli varanlegum skaða á forsetaembættinu og framkvæmd laga innan framkvæmdavaldsins“. Sagðist hann telja nálgun Mueller „frámunalega óábyrga“ með „mögulega hörmulegar afleiðingar“. Forseti gerist aðeins sekur um hindrun á framgangi réttvísinnar ef hann skipar vitnum að ljúga eða eyðileggur sönnunargögn.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Rússarannsóknin Tengdar fréttir Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Trump Bandaríkjaforseti skipaði Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra en snerist harkalega gegn honum eftir að hann skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda. 30. apríl 2019 08:45 Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Skýrsla Roberts Mueller hefur ekki breytt áliti meirihluta Bandaríkjamanna á Donald Trump ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 10:37 Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. 22. apríl 2019 20:30 Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Í viðtali við þáttastjórnanda á Fox News fullyrti Donald Trump að rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hafi verið valdaránstilraun gegn sér. 26. apríl 2019 10:09 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Trump Bandaríkjaforseti skipaði Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra en snerist harkalega gegn honum eftir að hann skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda. 30. apríl 2019 08:45
Meirihluti andsnúinn því að kæra Trump Skýrsla Roberts Mueller hefur ekki breytt áliti meirihluta Bandaríkjamanna á Donald Trump ef marka má nýja skoðanakönnun. 27. apríl 2019 10:37
Trump segir engan óhlýðnast honum þvert á það sem segir í skýrslu Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að enginn óhlýðnist honum, þvert á það sem segir í skýrslu Robert Mueller um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum um og möguleg tengsl við framboð Trump. 22. apríl 2019 20:30
Segir Trump-liða ekki hafa gert neitt rangt með að þiggja hjálp Rússa Rudy Giuliani, lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hélt því líka fram í dag að rannsakendur Robert Mueller, sérstaks rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafi "næstum því pyntað fólk“. 21. apríl 2019 20:00
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Bandaríkjaforseti brigslar um valdaránstilraun Í viðtali við þáttastjórnanda á Fox News fullyrti Donald Trump að rannsóknin á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 hafi verið valdaránstilraun gegn sér. 26. apríl 2019 10:09