Formaður Samfylkingarinnar telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál ótækt Sighvatur Jónsson skrifar 17. maí 2019 19:15 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur fyrirkomulag Alþingis um siðamál vera ótækt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur með ummælum sínum um akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar, vera súrrealískt og kaldhæðnislegt. Málið snýst um ummæli Pírata-þingmannanna Þórhildar Sunnu og Björns Levís um endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þau voru skoðuð af siðanefnd Alþingis eftir kvörtun frá Ásmundi. Álit nefndarinnar er að Þórhildur Sunnar hafi brotið siðareglur þingsins með ummælum sínum um „rökstuddan grun“ um að Ásmundur hafi dregið sér fé. „Það er búið að vísa frá fjölmörgum að mér finnst töluvert alvarlegri málum. Til dæmis fengu akstursgreiðslur Ásmundar ekki náð fyrir augum forsætisnefndar að koma fyrir siðanefndina,“ segir Þórhildur Sunna. Björn Leví var ekki talinn hafa brotið gegn siðareglum með sínum ummælum. „Efnislega taldi ég mig vera að segja nákvæmlega það sama og Sunna sagði, þannig að ég skil ekki alveg af hverju þau komust að mismunandi niðurstöðu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þórhildur Sunna ætlar að skila inn andmælum sínum fyrir fund forsætisnefndar á mánudag. „En ef þetta fær að standa þá þýðir það að það má ekki benda á það sem aflaga fer á þinginu. Að benda á það sem er að, er það sem mun varpa rýrð á ímynd Alþingis. Ég held að við viljum ekki hafa svoleiðis Alþingi,“ segir Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fyrirkomulag þingsins varðandi siðamál virki greinilega ekki. „Við getum leitað til lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE sem sér um að veita ríkjum hjálp við að tryggja góða stjórnarhætti, efla traust og síðast en ekki síst veita ráðgjöf í að semja siðareglur,“ segir Logi.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Samfylkingin Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira