„Já, ég er sko frekar bjartsýnn að eðlisfari. Maður hefur val um að vera bjartsýnn eða svartsýnn. Eftir að hafa séð þá núna þá stöndum við algjörlega út úr í þessari keppni. Hvort við vinnum? Maður þorir bara ekkert að segja þetta. Við erum búin að reyna að vinna í 33 ár.“
Það sé svo magnað að hugsa til þess að ef það gerist.
„Þeir eru að vinna þessa vinnu sem við höfum öll gert. Leggja allt í þetta. En nú er rétti tíminn, rétta lagið og boðskapurinn. Auðvitað yrði það geggjað. Ég segi 19. sæti. Nei, djók. Ég segi bara... við vinnum þetta bara!“
Selma talar á svipuðum nótum.
„Ég er búin að vera að segja alltaf topp fimm. Í þessari keppni er enginn fyrirsjáanlegur winner. Ég er kominn á topp þrjá og við gætum auðveldlega unnið þetta. En ég þori ekki að segja það því ég á eftir að sjá hin lögin til að vera dómbær. En við eigum geggjaða möguleika í ár.“
Nýjasti þáttur Júrógarðsins var skotinn á ströndinni í Tel Aviv og má sjá hér að neðan.