Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 10:24 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00