Missouri bannar þungunarrof eftir átta vikur Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2019 10:24 Þinghúsið í Missouri. Vísir/AP Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Repúblikanar á þingi Missouri í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem felur í sér bann við þungunarrofi eftir átta vikna meðgöngu. Frumvarpið var samþykkt með 24 atkvæðum gegn tíu í öldungadeild ríkisþings Missouri. Fulltrúadeildin á eftir að samþykkja það áður en frumvarpið verður lagt fyrir ríkisstjóra Missouri. Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og þar að auki er Mike Parson, ríkisstjóri, Repúblikani og hefur hann þar að auki lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Því þykir nánast öruggt að það verði að lögum.Frumvarp Missouri felur í sér undanþágur vegna neyðartilfella en gerir þó þungunarrof þar sem sifjaspell eða nauðganir koma við sögu ólögleg. Þá gætu læknar sem brjóta gegn banninu verið dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar.Missouri er einungis eitt nokkurra ríkja í Bandaríkjunum þar sem íhaldsmenn eru við stjórnartaumana þar sem ströng og í senn umdeild frumvörp um þungunarrof hafa verið samþykkt. Öll þessi frumvörp munu líklegast fara fyrir dómstóla og á endanum fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Repúblikanar vilja nota tækifærið sem hefur myndast með því að Donald Trump, forseti, hefur skipað tvo íhaldssama dómara í Hæstarétt til að fella niður úrskurð réttarins sem heimilar þungunarrof í Bandaríkjunum á alríkisvísu.Sjá einnig: Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri myndUndanfarin ár hefur Hæstiréttur hafnað því að taka mál af þessu tagi fyrir og leyft úrskurðinum sem kallast Roe gegn Wade að standa. Sá úrskurður felur í sér að þungunarrof eiga að vera leyfð til um 22. til 24. viku. Repúblikanar vonast til þess að nú verði breyting þar á. Verði úrskurðurinn felldur úr gildi munu yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig vera kleift að taka eigin ákvörðun um þungunarrof. Elijah Haar, forseti öldungadeildarinnar í Missouri, segir frumvarp Repúblikana þar þó ekki eingöngu vera ætla til þess að fella Roe gegn Wade. Hann segir frumvarpið eiga að bjarga lífum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Hvetur til kynlífsverkfalls til að mótmæla þungunarrofslöggjöf Leikkonan og #metoo aðgerðasinninn Alyssa Milano hvetur konur til að taka þátt í svokölluðu kynlífsverkfalli til að mótmæla nýjum þungungarrofslögum í sem voru samþykkt í Georgíu fylki í Bandaríkjunum í síðustu viku. 12. maí 2019 16:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00