Claire Denis heiðursgestur RIFF Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:06 Claire Denis er þekkt frönsk kvikmyndagerðarkona. vísir/getty Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis verður heiðursgestur RIFF í haust og hlýtur heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni en á meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár eru Mads Mikkelsen, Susanne Bier og Jim Jarmusch. Denis er margverðlaunuð fyrir kvikmyndagerð sína og hlaut síðast hin virtu SACD verðlaun á Cannes fyrir myndina Un beau soleil intérieur. Þá situr hún í dómnefnd stuttmynd á Cannes-hátíðinni í ár. „Claire Denis er ein þekktasta kvikmyndagerðarkona í heiminum í dag og ein af skærustu stjörnum franskrar kvikmyndagerðar. Hún er einna þekktust fyrir kvikmynd sína Beau Travail sem talin er ein besta kvikmynd tíunda áratugarins. Síðasta mynd hennar High Life kom út í fyrra og skartaði þar stjörnum á borð við Robert Pattinson og Juliette Binoche; fékk hún ljómandi viðtökur um allan heim,“ segir í tilkynningu RIFF þar sem jafnframt er haft eftir Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda hátíðarinnar, að það sé mikill heiður að taka á móti Denis og kynna hana fyrir íslenskum áhorfendum og bransafólki. „Denis er þekkt fyrir áhugaverð sjónarhorn þar sem jaðarhópar og mismunandi menningarheimar fá vægi og rödd sína heyrða. Sjónheimurinn í myndum hennar er afar sterkur; samspil lita, hljóða, sjónarhorna og forma leika meðal annars lykilhlutverk í myndum hennar. Sögur hennar varpa ljósi á hið mannlega en hún er einstaklega næmur sagnasmiður og eru fáir með tærnar þar sem hún er með hælana. Líf hennar og bakgrunnur móta þar sérstaklega drifkraft sagna hennar en hún var alin upp í Afríku til fjórtán ára aldurs. Fyrsta mynd hennar Chocolat bar þess svo sannarlega merki en þar fjallar hún um áhrif nýlendustefnunnar á líf fólks í Vestur - Afríku árið 1950. Þar er aðalsöguhetjan einmitt ung, frönsk stúlka en hennar sjónarhorn skírskotar til líf Claire sjálfrar á yngri árum. Fyrir þá mynd hlaut hún tilnefningu til Gull pálmans á Cannes auk César verðlaunanna sem eru ein virtustu verðlaun Frakklands,“ segir í tilkynningu.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira