Breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.
Bréfin keyptu breiður hópur fjárfesta en sem dæmi jók Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hlut sinn í bankanum úr 1,2 prósentum í ríflega 1,7 prósent.
Vogunarsjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í mars árið 2017, hefur markvisst unnið að því að minnka hlut sinn í bankanum undanfarin misserin en sjóðurinn hefur selt hátt í sjö prósent af hlutafé bankans á síðustu tólf mánuðum. Þar af seldi hann þriggja prósenta hlut í hlutafjárútboði bankans í júní í fyrra.
Samkvæmt heimildum Markaðarins varð breyting á fjárfestingarstefnu vogunarsjóðsins eftir að sjóðsstjórinn Pierre Bour, sem var meðeigandi Attestor Capital, lét af störfum á síðasta ári. Var þá ákveðið að draga úr vægi Arion banka í eignasafni sjóðsins.
Attestor Capital er enn sem áður fjórði stærsti hluthafi Arion banka en 5,6 prósenta hlutur sjóðsins er metinn á um 8,2 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum.
Kaupþing, sem seldi nýverið fimmtán prósenta hlut í bankanum, er áfram stærsti hluthafinn með tuttugu prósenta hlut og þá er bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital sá næststærsti með ríflega sextán prósenta hlut.
Hlutabréfaverð í Arion banka stóð í 79,4 krónum á hlut við lokun markaða í gær og hefur hækkað um 12,6 prósent það sem af er ári.
Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent



Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent

Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye
Viðskipti innlent

Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins
Viðskipti innlent


Arctic Adventures kaupir Happy Campers
Viðskipti innlent