Frjálslyndasta löggjöf um þungunarrof á Norðurlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2019 12:30 Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Vísir/Vilhelm Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“ Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Ný lög um þungunarrof á Íslandi eru þau frjálslyndustu sem nú gilda á Norðurlöndum. Dósent í stjórnmálafræði sem stutt hefur frumvarpið segir athyglisvert hve skýr munur var á afstöðu andstæðinga frumvarpsins eftir kyni. Þá skjóti það skökku við að ráðherra í ríkisstjórn hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem var stjórnarfrumvarp. Líkt og kunnugt er voru ný lög um þungunarrof samþykkt á Alþingi í gær með 40 atkvæðum gegn 18, 3 sátu hjá og 2 voru fjarverandi atkvæðagreiðsluna. Með lögunum verður heimilt að rjúfa þungun konu, að hennar beiðni, til loka 22. viku meðgöngu. Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og höfundur bókar um frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir breytingarnar tímabærar.Sjá einnig: Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt „Þetta nær lengra heldur en á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hefur frjálslyndasta löggjöfin á Norðurlöndunum, eða þangað til í gær, hafði hana með 18 viku,“ segir Silja Bára. „Það að konan ráði ákvörðuninni sjálf til 22. Viku er það sem er framsæknast. Alls staðar annars staðar eru heimildir með þá aðkomu sérfræðinga eða einhvers konar leyfi eða umsóknarferli sem þarf að fara í ef ástæða er til að rjúfa þungun eftir þann tíma sem að kona hefur sjálfdæmi en með þessu þá erum við í rauninni að fara fram úr hinum löndunum.“ Lögin eru þó ekki þau framsæknustu í heimi en í Kanada gildir til að mynda engin takmarkandi löggjöf um þungunarrof. Afstaða þingmanna til frumvarpsins voru nokkuð skýr eftir flokkslínum að Sjálfstæðisflokknum frátöldum. Fjórir þingmenn flokksins studdu frumvarpið en átta greiddu atkvæði gegn, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Auðvitað bregður okkur við að sjá, sérstaklega ráðherra flokks sem kennir sig hvað mest við frelsi, taka þessa ákvörðun og í raun og veru án þess að skýra hana neitt frekar,“ segir Silja Bára. Þá segir hún athyglisvert að nær allir þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu hafi verið karlar. „Eiginlega allar konur á þingi nema tvær studdu þetta frumvarp og það er auðvitað bara kannski sýnir hvers eðlis þessi ákvörðun er sem verið er að setja lög um og hverja er verið að setja lög um, að konur stóðu með þessu frumvarpi í næstum því öllum tilvikum.“
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira