Þegnarnir á Selfossi reyna að gera uppreisn gegn kóngunum á Ásvöllum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 11:30 Patrekur Jóhannesson stýrði Haukum til Íslandsmeistaratitils árið 2015. vísir/vilhelm Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta hefst í kvöld þegar að deildarmeistarar Hauka taka á móti Selfyssingum í Schenker-höllinni að Ásvöllum klukkan 18.30 en útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Það má svo sannarlega segja að þarna mæta konungar íslenska handboltans á þessari öld þegnum sínum en Haukar hafa sett ný viðmið í íslenska boltanum síðan að þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 og þann fyrsta í nútíma handbolta. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið 1943 og spiluðu til úrslita árið 1994 en töpuðu þá fyrir ótrúlegu liði Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á uppleið en það Valslið jafnaði met Víkinga frá níunda áratug síðustu aldar og vann fjögur ár í röð. Eftir að aldamótin gengu í garð án mikilla tölvuvandræða eins og búist var við tóku Haukar yfir íslenska boltann og unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 með því að leggja Fram, 3-1, í úrslitarimmunni.Haukar eru vanir að vinna og Gunnar Magnússon er búinn að skila einum Íslandsmeistaratitili í hús.vísir/vilhelmDrottnun Haukanna Haukar spiluðu til úrslita árlega frá 2000-2005 og unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum á sex árum, þar af þrisvar í röð frá 2002-2005. Á sama tíma náði liðið ótrúlegum árangri í Meistaradeild Evrópu en drottnun liðsins varð meðal annars til þess að úrslitakeppnin var lögð af frá 2006-2008. Eftir tvö mögur ár urðu Haukar meistarar eftir venjulega deildarkeppni árið 2008 og tóku svo Valsmenn tvö ár í röð í úrslitakeppninni 2009 og 2010 og unnu aftur þrjú ár í röð. Íslandsmeistaratitlarnir orðnir átta á ellefu árum. Haukar þurftu svo bíða í fjögur ár eftir næsta Íslandsmeistaratitli en unnu deildarmeistaratitilinn þrisvar sinnum á þeim árum og töpuðu tvívegis í lokaúrslitunum. Það var svo 2015 sem liðið sópaði úrslitakeppninni og vann sinn ellefta Íslandsmeistaratitil árið 2016 eftir að verða deildarmeistari í tólfta sinn. Öldin í hnotskurn hjá Haukum eru því tíu Íslandsmeistaratitlar og ellefu deildarmeistaratitlar auk þess sem liðið hefur spilað tólf sinnum til úrslita. Öldin hefur verið Haukanna.Selfyssinga þyrstir í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.vísir/báraGlugginn að lokast hratt Selfyssingar eru svo sannarlega litla liðið í einvíginu í sögulegu samhengi en liðið hefur aðeins einu sinni leikið um Íslandsmeistaratitilinn. Það var í fyrstu úrslitakeppninni undir núverandi fyrirkomulagi sem spiluð var árið 1992. Selfoss snýr nú aftur í lokaúrslitin í 25. úrslitakeppninni, 27 árum síðar, en liðið hefur aldrei í sögunni unnið svo mikið sem einn stóran bikar. Selfoss mætti þá öðrum deildarmeisturum frá Hafnarfirði, FH. Selfoss var með frábært lið en það fékk til sín Sigga Sveins til að bæta ofan á frábæra heimamenn eins og Einar Gunnar Sigurðsson, Einar Guðmundsson, Gústaf og Sigurjón Bjarnasyni og markvörðinn magnaða Gísla Felix Bjarnason. FH, sem vann þrefalt þetta ár undir stjórn Kristjáns Arasonar, vann rimmuna í fjórum leikjum og lyfti Íslandsmeistaratitilinum á Selfossi. Þá, eins og nú, var Selfoss ekki með heimaleikjaréttinn. Selfoss hefur dvalið stóran hluta þessarar aldar í næst efstu deild en er nú komið með gríðarlega spennandi lið sem hefur hrifið marga. Ungstirnin og landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru í miklu uppáhaldi hjá handboltaáhugamönnum enda framtíðarmenn Íslands.Haukar sóttu Ásgeir Örn Hallgrímsson heim fyrir tímabilið og nú er Vignir Svavarsson á leiðinni.vísir/vilhelmSókn gegn vörn Glugginn gæti verið að lokast ansi hratt á Selfyssinga sem missa Patrek Jóhannesson og Elvar Örn til Skjern eftir tímabilið á meðan að Haukar, til dæmis, eru strax byrjaðir að leggja drög að næsta tímabili með því að fá landsliðsmanninn fyrrverandi Vigni Svavarsson heim. Haukar munu vafalítið halda áfram að vera við toppinn í íslenskum handbolta en næstu tvær vikurnar fá þegnarnir á Selfossi kjörið tækifæri til að gera uppreisn gegn höfðingjum handboltakonungríkisins.Helsta tölfræði liðanna í úrslitakeppninni: Mörk skoruð: Haukar: 29,5 Selfoss: 30,4 Mörk fengin á sig: Haukar: 27,6 Selfoss: 29 Hlutfallsmarkvarsla: Haukar: 34,9 Selfoss: 25,6 Stoðsendingar: Haukar: 10,9 Selfoss: 9,4 Löglegar stöðvanir: Haukar: 19 Selfoss: 25,4 Tvær mínútur: Haukar: 4,1 Selfoss: 3,8 Olís-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjá meira
Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta hefst í kvöld þegar að deildarmeistarar Hauka taka á móti Selfyssingum í Schenker-höllinni að Ásvöllum klukkan 18.30 en útsending hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45. Það má svo sannarlega segja að þarna mæta konungar íslenska handboltans á þessari öld þegnum sínum en Haukar hafa sett ný viðmið í íslenska boltanum síðan að þeir unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 og þann fyrsta í nútíma handbolta. Haukar urðu Íslandsmeistarar árið 1943 og spiluðu til úrslita árið 1994 en töpuðu þá fyrir ótrúlegu liði Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á uppleið en það Valslið jafnaði met Víkinga frá níunda áratug síðustu aldar og vann fjögur ár í röð. Eftir að aldamótin gengu í garð án mikilla tölvuvandræða eins og búist var við tóku Haukar yfir íslenska boltann og unnu sinn annan Íslandsmeistaratitil árið 2000 með því að leggja Fram, 3-1, í úrslitarimmunni.Haukar eru vanir að vinna og Gunnar Magnússon er búinn að skila einum Íslandsmeistaratitili í hús.vísir/vilhelmDrottnun Haukanna Haukar spiluðu til úrslita árlega frá 2000-2005 og unnu Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum á sex árum, þar af þrisvar í röð frá 2002-2005. Á sama tíma náði liðið ótrúlegum árangri í Meistaradeild Evrópu en drottnun liðsins varð meðal annars til þess að úrslitakeppnin var lögð af frá 2006-2008. Eftir tvö mögur ár urðu Haukar meistarar eftir venjulega deildarkeppni árið 2008 og tóku svo Valsmenn tvö ár í röð í úrslitakeppninni 2009 og 2010 og unnu aftur þrjú ár í röð. Íslandsmeistaratitlarnir orðnir átta á ellefu árum. Haukar þurftu svo bíða í fjögur ár eftir næsta Íslandsmeistaratitli en unnu deildarmeistaratitilinn þrisvar sinnum á þeim árum og töpuðu tvívegis í lokaúrslitunum. Það var svo 2015 sem liðið sópaði úrslitakeppninni og vann sinn ellefta Íslandsmeistaratitil árið 2016 eftir að verða deildarmeistari í tólfta sinn. Öldin í hnotskurn hjá Haukum eru því tíu Íslandsmeistaratitlar og ellefu deildarmeistaratitlar auk þess sem liðið hefur spilað tólf sinnum til úrslita. Öldin hefur verið Haukanna.Selfyssinga þyrstir í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.vísir/báraGlugginn að lokast hratt Selfyssingar eru svo sannarlega litla liðið í einvíginu í sögulegu samhengi en liðið hefur aðeins einu sinni leikið um Íslandsmeistaratitilinn. Það var í fyrstu úrslitakeppninni undir núverandi fyrirkomulagi sem spiluð var árið 1992. Selfoss snýr nú aftur í lokaúrslitin í 25. úrslitakeppninni, 27 árum síðar, en liðið hefur aldrei í sögunni unnið svo mikið sem einn stóran bikar. Selfoss mætti þá öðrum deildarmeisturum frá Hafnarfirði, FH. Selfoss var með frábært lið en það fékk til sín Sigga Sveins til að bæta ofan á frábæra heimamenn eins og Einar Gunnar Sigurðsson, Einar Guðmundsson, Gústaf og Sigurjón Bjarnasyni og markvörðinn magnaða Gísla Felix Bjarnason. FH, sem vann þrefalt þetta ár undir stjórn Kristjáns Arasonar, vann rimmuna í fjórum leikjum og lyfti Íslandsmeistaratitilinum á Selfossi. Þá, eins og nú, var Selfoss ekki með heimaleikjaréttinn. Selfoss hefur dvalið stóran hluta þessarar aldar í næst efstu deild en er nú komið með gríðarlega spennandi lið sem hefur hrifið marga. Ungstirnin og landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson eru í miklu uppáhaldi hjá handboltaáhugamönnum enda framtíðarmenn Íslands.Haukar sóttu Ásgeir Örn Hallgrímsson heim fyrir tímabilið og nú er Vignir Svavarsson á leiðinni.vísir/vilhelmSókn gegn vörn Glugginn gæti verið að lokast ansi hratt á Selfyssinga sem missa Patrek Jóhannesson og Elvar Örn til Skjern eftir tímabilið á meðan að Haukar, til dæmis, eru strax byrjaðir að leggja drög að næsta tímabili með því að fá landsliðsmanninn fyrrverandi Vigni Svavarsson heim. Haukar munu vafalítið halda áfram að vera við toppinn í íslenskum handbolta en næstu tvær vikurnar fá þegnarnir á Selfossi kjörið tækifæri til að gera uppreisn gegn höfðingjum handboltakonungríkisins.Helsta tölfræði liðanna í úrslitakeppninni: Mörk skoruð: Haukar: 29,5 Selfoss: 30,4 Mörk fengin á sig: Haukar: 27,6 Selfoss: 29 Hlutfallsmarkvarsla: Haukar: 34,9 Selfoss: 25,6 Stoðsendingar: Haukar: 10,9 Selfoss: 9,4 Löglegar stöðvanir: Haukar: 19 Selfoss: 25,4 Tvær mínútur: Haukar: 4,1 Selfoss: 3,8
Olís-deild karla Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Enski boltinn „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ Handbolti Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Fótbolti Gaf flotta jakkann sinn í beinni Sport Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjá meira