Sáttanefnd vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála enn að störfum Ari Brynjólfsson skrifar 14. maí 2019 06:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Nefndin er undir forystu Kristrúnar Heimisdóttur og var skipuð af forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í september í fyrra. Líkt og fram kom í síðustu viku eru aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar heitins ósáttir við störf nefndarinnar. Erla Bolladóttir, sem fékk ekki endurupptöku á málinu, hefur einnig gagnrýnt seinagang við störf nefndarinnar. Katrín sagði varðandi Erlu að hún hefði að sjálfsögðu viljað að málið gengi miklu hraðar fyrir sig. Ítrekaði Katrín að hún vonaði að málið væri einstakt og mætti ekki endurtaka sig. Helga Vala segir svör forsætisráðherra skrítin. „Það virðist sem upplifun forsætisráðherra af störfum sáttanefndarinnar sé gjörólík þeirra sem hafa átt í samskiptum við hana,“ segir Helga Vala. Hún segir óhjákvæmilegt að ráðast í rannsókn á málinu. „Við munum leggja aftur fram þingsályktunartillögu um það. Við verðum að hætta að vera meðvirk með einstaklingum sem stóðu að þessari rannsókn, þetta snýst ekkert um persónurnar þar, það eru liðin 45 ár og við verðum að klára þetta mál.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sáttanefnd vegna eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála sé enn að störfum og bindur hún vonir við að heildarsamkomulag náist við þá fimm sem voru sýknaðir í Hæstarétti sem og afkomendur þeirra. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Nefndin er undir forystu Kristrúnar Heimisdóttur og var skipuð af forsætisráðherra í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í september í fyrra. Líkt og fram kom í síðustu viku eru aðstandendur Tryggva Rúnars Leifssonar heitins ósáttir við störf nefndarinnar. Erla Bolladóttir, sem fékk ekki endurupptöku á málinu, hefur einnig gagnrýnt seinagang við störf nefndarinnar. Katrín sagði varðandi Erlu að hún hefði að sjálfsögðu viljað að málið gengi miklu hraðar fyrir sig. Ítrekaði Katrín að hún vonaði að málið væri einstakt og mætti ekki endurtaka sig. Helga Vala segir svör forsætisráðherra skrítin. „Það virðist sem upplifun forsætisráðherra af störfum sáttanefndarinnar sé gjörólík þeirra sem hafa átt í samskiptum við hana,“ segir Helga Vala. Hún segir óhjákvæmilegt að ráðast í rannsókn á málinu. „Við munum leggja aftur fram þingsályktunartillögu um það. Við verðum að hætta að vera meðvirk með einstaklingum sem stóðu að þessari rannsókn, þetta snýst ekkert um persónurnar þar, það eru liðin 45 ár og við verðum að klára þetta mál.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira