Vegir Landsvirkjunar á við hálfan hringveginn í lengd Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2019 21:15 Frá Þjórsárdalsvegi við Stóra-Núp ofan Árness. Þjóðvegurinn um Skeiða- og Gnúpverjahrepp var byggður upp í tengslum við smíði Búrfellsvirkjunar. Mynd/Stöð 2. Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna á þessu tímabili á núverandi verðlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á dögunum frá vegagerð Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar en með henni skapast ný ferðamannaleið um áhugavert svæði milli Húsavíkur og Mývatns. Landsvirkjun hefur raunar allt frá smíði Búrfellsvirkjunar staðið fyrir umfangsmikilli vegagerð í tengslum við framkvæmdir sínar. Þannig tók hún þátt í að byggja upp Skeiðaveg alla leið frá þjóðvegi 1 og inn að Búrfelli. Vegir sem lagðir voru vegna virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu eru ein helsta tenging almennings inn á hálendi landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Síðar byggði Landsvirkjun upp veginn frá Búrfelli og inn að Þórisvatni og með bundnu slitlagi sem nær að Vatnsfelli. Jafnframt fylgdu brýr yfir Þjórsá og Tungnaá en þessi vegagerð hefur átt stóran þátt í að greiða almenningi leið inn á hálendið. Vegirnir sem Landsvirkjun lagði vegna Blönduvirkjunar fyrir um þrjátíu árum eru eitt dæmið. Þeir eru einnig hluti Kjalvegar og ná langleiðina inn að Hveravöllum. Vegna Kárahnjúkavirkjunar var lagður nærri sextíu kílómetra vegur með bundnu slitlagi úr Fljótsdal og inn á öræfin.Vegir Landsvirkjunar nema alls 646 kílómetrum. Gulu línurnar tákna gróflega helstu vegi og slóða á hverju svæði en sýna ekki alla vegi.Grafík/TótlaSamkvæmt tölum sem Landsvirkjun tók saman fyrir okkur nemur lengd veganna á Þjórsársvæði nú 234 kílómetrum. Á Blöndusvæði 258 kílómetrum, en þar eru að mestu heiðarvegir. Á Þeistareykjasvæði verða vegirnir 48 kílómetra langir og á Kárahnjúkasvæði eru þeir 106 kílómetra langir. Landsvirkjunarvegir eru alls 646 kílómetrar, þar af hefur fyrirtækið sjálft alfarið kostað 593 kílómetra. Af stærstu brúm má nefna eina á Þjórsá, þrjár á Tungnaá og eina á Jökulsá í Fljótsdal, en hana greiddi orkufyrirtækið að hluta. Þá eru ekki talin með stíflumannvirki sem nýtast sem brýr.Yfirlit um hvernig fjárfestingar Landsvirkjunar í vegagerð skiptast. Í B-flokki eru þeir vegir sem Vegagerðin hefur endurgreitt Landsvirkjun, alls 53 kílómetrar.Grafik/Tótla.Vegina flokkar Landsvirkjun í þrjá flokka, Vegagerðin tók yfir rekstur þeirra sem eru í A-flokki, upp á 4,5 milljarða króna, í B-flokki eru þeir sem Vegagerðin endurgreiddi Landsvirkjun, og í C-flokki eru þeir sem fyrirtækið hefur lagt vegna reksturs virkjana og samninga við heimamenn, upp á 2,3 milljarða króna. Landsvirkjun hefur kostað um 800 milljónum króna í varanlegt slitlag, í brúargerð um þremur milljörðum króna og áætlar gróflega að vegagerð hennar í gegnum tíðina nemi nú 10,6 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Jarðhiti Húnavatnshreppur Orkumál Samgöngur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn. 27. apríl 2019 22:45 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Landsvirkjun hefur á rúmlega hálfrar aldar starfstíma sínum lagt vegi á landinu sem samsvarar vegalengdinni milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Fjárfesting orkufyrirtækisins í vegagerð nemur yfir tíu milljörðum króna á þessu tímabili á núverandi verðlagi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á dögunum frá vegagerð Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar en með henni skapast ný ferðamannaleið um áhugavert svæði milli Húsavíkur og Mývatns. Landsvirkjun hefur raunar allt frá smíði Búrfellsvirkjunar staðið fyrir umfangsmikilli vegagerð í tengslum við framkvæmdir sínar. Þannig tók hún þátt í að byggja upp Skeiðaveg alla leið frá þjóðvegi 1 og inn að Búrfelli. Vegir sem lagðir voru vegna virkjana á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu eru ein helsta tenging almennings inn á hálendi landsins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Síðar byggði Landsvirkjun upp veginn frá Búrfelli og inn að Þórisvatni og með bundnu slitlagi sem nær að Vatnsfelli. Jafnframt fylgdu brýr yfir Þjórsá og Tungnaá en þessi vegagerð hefur átt stóran þátt í að greiða almenningi leið inn á hálendið. Vegirnir sem Landsvirkjun lagði vegna Blönduvirkjunar fyrir um þrjátíu árum eru eitt dæmið. Þeir eru einnig hluti Kjalvegar og ná langleiðina inn að Hveravöllum. Vegna Kárahnjúkavirkjunar var lagður nærri sextíu kílómetra vegur með bundnu slitlagi úr Fljótsdal og inn á öræfin.Vegir Landsvirkjunar nema alls 646 kílómetrum. Gulu línurnar tákna gróflega helstu vegi og slóða á hverju svæði en sýna ekki alla vegi.Grafík/TótlaSamkvæmt tölum sem Landsvirkjun tók saman fyrir okkur nemur lengd veganna á Þjórsársvæði nú 234 kílómetrum. Á Blöndusvæði 258 kílómetrum, en þar eru að mestu heiðarvegir. Á Þeistareykjasvæði verða vegirnir 48 kílómetra langir og á Kárahnjúkasvæði eru þeir 106 kílómetra langir. Landsvirkjunarvegir eru alls 646 kílómetrar, þar af hefur fyrirtækið sjálft alfarið kostað 593 kílómetra. Af stærstu brúm má nefna eina á Þjórsá, þrjár á Tungnaá og eina á Jökulsá í Fljótsdal, en hana greiddi orkufyrirtækið að hluta. Þá eru ekki talin með stíflumannvirki sem nýtast sem brýr.Yfirlit um hvernig fjárfestingar Landsvirkjunar í vegagerð skiptast. Í B-flokki eru þeir vegir sem Vegagerðin hefur endurgreitt Landsvirkjun, alls 53 kílómetrar.Grafik/Tótla.Vegina flokkar Landsvirkjun í þrjá flokka, Vegagerðin tók yfir rekstur þeirra sem eru í A-flokki, upp á 4,5 milljarða króna, í B-flokki eru þeir sem Vegagerðin endurgreiddi Landsvirkjun, og í C-flokki eru þeir sem fyrirtækið hefur lagt vegna reksturs virkjana og samninga við heimamenn, upp á 2,3 milljarða króna. Landsvirkjun hefur kostað um 800 milljónum króna í varanlegt slitlag, í brúargerð um þremur milljörðum króna og áætlar gróflega að vegagerð hennar í gegnum tíðina nemi nú 10,6 milljörðum króna á núverandi verðlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshreppur Jarðhiti Húnavatnshreppur Orkumál Samgöngur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn. 27. apríl 2019 22:45 Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Sjá meira
Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn. 27. apríl 2019 22:45
Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Milli 12 og 14 þúsund ferðamenn skoða Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki. 5. júlí 2018 22:15