Klæðist stórum fötum svo fólk geti ekki haft skoðanir á líkama hennar Sylvía Hall skrifar 12. maí 2019 17:49 Billie Eilish er aðeins sautján ára gömul en er á meðal þekktustu tónlistarmanna í bransanum í dag. Vísir/Getty Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“ Tónlist Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ungstirnið Billie Eilish er ein þeirra sem taka þátt í nýjustu herferð tískurisans Calvin Klein og hefur auglýsing hennar vakið mikla athygli fyrir þær sakir að hún opnar sig í fyrsta sinn um fataval sitt. Eilish, sem er aðeins sautján ára gömul, hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn síðasta árið. Í auglýsingunni, sem gengur út á að fólk segi „sinn sannleika“, talar Eilish um ástæðu þess að hún klæðist stórum fötum en afslappað fataval hennar hefur vakið athygli aðdáenda hennar allt frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Vísir/GettyÁstæðan hefur vakið mikið umtal og ristir dýpra en margir gerðu sér grein fyrir og endurspeglar upplifun hennar af því að vera ung kona í sviðsljósinu.damn so she dresses the way she does so she won’t be bodyshamed nor sexualized pic.twitter.com/uFA5ToMlPv — (@donewithfaking) May 9, 2019 „Ég vil ekki að heimurinn viti allt um mig. Þess vegna klæðist ég stórum fötum, enginn getur haft skoðun því þeir hafa ekki séð það sem er undir,“ segir Eilish í auglýsingunni. „Enginn getur sagt: Hún er grönn, hún er ekki grönn. Hún er með flatan rass, hún er með stóran rass. Enginn getur sagt þetta því þeir vita það ekki.“
Tónlist Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira