Engin heilög Anna Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 5. júní 2019 12:30 Anna Margrét segist auðveldlega tengjast hlutum tilfinningaböndum. Hér er hún við ljósmynd í miklu uppáhaldi eftir Rögnu Þórisdóttur. FBL/ERNIR Anna Margrét Jónsdóttir er fyrrverandi allt mögulegt; ein sigursælasta fegurðardrottning lýðveldisins, frækin flugfreyja og nú ferðamálafrömuður. Í sumar flytur hún úr einu draumahúsi í annað og segist staðna ef hún læri ekki meira. „Það er ekki til neitt sem heitir fermetrahamingja. Ég var alin upp í 90 fermetra blokkaríbúð í Fellunum þar sem við vorum fimm í heimili en samt alltaf nóg pláss fyrir frændfólk utan af landi þegar það kom til náms í Reykjavík. Mín fyrsta íbúð var líka lítil, alls 53 fermetrar á Njálsgötunni, og vegna smæðar hennar hugnaðist mér ekki að halda þar matarboð. Svo var mér boðið í 40 kvenna boð hjá flugfreyju sem átti pínulitla risíbúð og það var ein skemmtilegasta veisla sem ég hef sótt. Þá vissi ég að fermetrahamingja væri ekki til. Það er stemningin sem gildir,“ segir Anna Margrét sem þrátt fyrir allt nýtur þess að búa stórt. Hún flytur senn í draumahús í Skerjafirði og kveður þar með eitt fegursta hús borgarinnar við Túngötu 34, sem húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði á liðinni öld. „Við höfum haft heppnina með okkur í gegnum tíðina, keypt á góðum tíma og selt á enn betri tíma. Ég hef heldur ekki enn skilið við gamla kærastann og það kostar. Við Árni erum samstíga og hann hefur lúmskt gaman af þessu líka þótt hann spái einna mest í garðinn. Hann þykist þó hafa skoðun á hinu og þessu og spyr nú: „Hvar eru mínir fermetrar í nýja húsinu?“ Ég veit ekki hvað hann meinar með því. Hann segist þurfa dóta- og verkfæraherbergi en ég ætla að leyfa honum að ráða yfir bílskúrnum,“ segir Anna Margrét og skellir upp úr, en hennar heittelskaði er Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, og hafa þau verið kærustupar meira og minna frá því á unglingsárum. „Árni er afar handlaginn og þegar við höfðum minna á milli handanna gerðum við allt sjálf, máluðum eldhúsinnréttinguna og brutum niður veggi. Nú höfum við efni á að fá betur kunnandi menn til verka, þótt það sé einstök tilfinning að hafa gert hlutina sjálf,“ segir Anna.Gerir húsið sitt Önnulegt Anna Margrét er full tilhlökkunar að flytja og gera fallegt hús að sínu. „Það er virkilega gaman að gera ný heimkynni að sínum þegar grunnurinn er góður. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á innanhússhönnun, málaði sjö fermetra herbergið mitt í Fellunum aftur og aftur í nýjum lit sem unglingur og saumaði þrívegis utan um gömlu Ikea-sófana mína. Mig dreymdi um að læra arkitektúr en pæjuferillinn flæktist fyrir og svo flugfreyjustarfið, sem var bara gaman. Ég held ég hafi ríkari sköpunargáfu í þessu en flestir í minni fjölskyldu og ég nýt þess í botn að fá að ráða heima. Því hlakka ég til að gera nýja húsið Önnulegt og fagurt,“ segir Anna sem hefur frá fyrstu húsnæðiskaupum keypt gömul hús og gert þau upp. „Húsið í Skerjafirðinum er það nýjasta í minni heimilissögu, byggt árið 2002. Það er ægiflott og hlaut verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir hönnun. Hefði ég verið spurð fyrir ári hvort ég ætlaði nokkurn tímann að flytja af Túngötunni hefði svarið verið nei. Ég hef alltaf dáðst að byggingum Guðjóns Samúelssonar og missti andann þegar ég sá Túngötuna á sölu á sínum tíma, fegurðin er slík. Margir spyrja hvort ég sé á breytingaskeiðinu, og sonur minn veltir fyrir sér hvurslags miðaldrakrísu ég sé í; hvort það verði sportbíll næst, en það varð bara ekki við neitt ráðið þegar við sáum Skerjafjarðarhúsið, það kom upp óvænt og við urðum yfir okkur hrifin,“ segir Anna Margrét um húsið sem stendur á sjávarlóð með óviðjafnanlegt útsýni yfir himin og haf. „Ég get ekki beðið eftir að renna hurðinni út í garð og geta farið beint út í ljóta sloppnum og ótilhöfð. Í miðbænum er byggðin þéttari og ekki alveg eins prívat; þar þarf ég helst að mála mig áður en ég fer með kaffið út í morgunsólina,“ segir Anna, himinlifandi með nýju eigendurna að Túngötunni. „Þangað kemur frábært fólk sem kann að meta upprunalega fegurð hússins og söguna sem því fylgir. Mér var alls ekki sama hver tæki við húsinu og vil að íbúum þess þyki vænt um húsið í stað þess að því yrði breytt í gistiheimili eins og svo mörg falleg hús í miðbænum,“ segir Anna Margrét sem vill hvergi annars staðar búa en í póstnúmerinu 101.Eftirlætis staður Önnu Margrétar í Túngötu er við bogadreginn stofuglugga Guðjóns Samúelssonar. MYND/ernir„Ég elska gamla bæinn og vil geta farið ferða minna um bæinn gangandi. Ég nota barina líka ennþá og eins og Valgeir Guðjónsson söng: „Ég held ég gangi heim,“ er enn stórt atriðið hjá mér. Það breytist ekki úr þessu,“ segir hún og skellihlær.Þykir vænt um dauða hluti Anna Margrét er húsleg húsfreyja á sínu heimili. „Já, ég tek svona köst. Margir kannast við tilraunaeldhús Önnu og mér finnst gaman að elda ef ég hef tíma og fæ skemmtilegt fólk í mat. Ég er líka þrifin og bý alltaf um rúmin á morgnana en það þykir krökkunum mínum galið. Mér tókst ekki að ala þau upp við að búa um rúmin sín. Ég á hins vegar fallega hluti og vil að það sé gengið fallega um; það er ekkert gaman að eiga fallegt rúmteppi sem liggur í haug á gólfinu,“ segir Anna og er fljót með helgartiltektina á Túngötunni, sem er 300 fermetra hús á fjórum hæðum. „Í fluginu lærði ég að allt er mælt í handtökum. Ég var líka alin upp við að nýta ferðina, taka með mér ruslið á leiðinni út og fara með óhreina tauið í þvottakörfuna. Ef maður gerir þetta jafnóðum er lítið mál að halda við stóru húsi og þá er enginn vandi að ryksuga og skúra,“ segir Anna sem af húsverkunum leiðist helst að þvo þvott. „En mér finnst skemmtilegast að þurrka af. Þá handleikur maður hlutina sína og fer vel með þá, eins og kristalsskálina í stofuglugganum.“ Anna er að vísa í dýrmæta kristalsskál úr eigu fjölskyldunnar sem stendur í gluggakistu fegursta glugga hússins. „Ég er mikill safnari enda búin að búa lengi. Í fórum mínum er ýmislegt frá fjölskyldunni, eins og skírnarskál úr kristal sem við systkinin vorum skírð upp úr og ég lét skíra mín börn upp úr. Túngatan fannst mér vera hús sem þurfti að skreyta með kristal og á bernskuárum mínum áttu allir kristalsskálar sem voru teknar fram á jólum undir frómasinn. Ég er minna í frómasinum en formæður mínar og set skálina því út í glugga,“ upplýsir Anna sem á líka forláta matar- og bollastell frá ömmu sinni. „Mér þykir gaman að taka fram stellið hennar ömmu. Það er stundum sagt að maður eigi ekki að bindast dauðum hlutum tilfinningum en ég geri það nú samt og þykir mjög vænt um hluti sem ég hef haft fyrir að eignast og ég hef fengið frá fólki sem mér þykir vænt um. Það er hluti af fortíð minni, samferðafólki og minningum,“ segir Anna sem á líka ljósmynd sem henni þykir einkar vænt um. „Það er mynd af laufblöðum á Þingvöllum, sem ég keypti af Rögnu Þórisdóttur ljósmyndara. Alltaf þegar hún er komin upp á vegg er húsið orðið mitt og að heimili. Mér þykir veggjaskraut segja mikið um íbúana og kuldalegt ef ekkert er á veggjum. Það verður eitthvað af manni sjálfum að sjást á heimilinu, eins og ljósmyndir af fólkinu manns, og við höfum verið lánsöm að geta safnað listaverkum sem setja mikinn svip á heimilið.“ Anna Margrét segir gert grín að sér fyrir óbilandi metnað í lýsingu heimilisins. „Lýsingin þarf að vera notaleg og þegar fólk eldist verður enn mikilvægara að hafa hana gyllta og mjúka. Ég hef líka yndi af því að kveikja á kertum og ekki síst á Túngötunni, sem er klikkað kósí skammdegishús á veturna.“Saknar þess ekki að fljúga Eftir að Anna Margrét sagði skilið við störf sín sem flugfreyja og millistjórnandi hjá Icelandair hefur hún unnið við ferðamál. „Alltaf þegar ég flýg er ég spurð: „Anna, saknarðu ekki vinnunnar?“ Svarið er nei. Ég sakna þess ekki að vakna á nóttunni og fljúga yfir hánóttina en ég sakna fullt af vinnufélögum því það er mikið af skemmtilegu fólki sem tengist fluginu og í það ratar oft fólk með ævintýraþrá,“ segir Anna sem lærði til leiðsögumanns meðfram vinnu sinni hjá Icelandair. „Í miðaldrakrísu númer eitt fór ég svo alfarið í ferðamálafræði í Háskólanum þar sem ég var í námi með jafnöldrum barnanna minna og þótti hressandi að hrista upp í heilasellunum. Mig langaði að læra meira um landið og eitt leiddi af öðru, en það er meira en að segja það fyrir konur á miðjum aldri að söðla um og fara út á vinnumarkaðinn. Ég hugsaði með mér að ef ég gerði það ekki núna yrði aldrei af því. Ég var alltaf á kaffivélinni korter í tíu og hugsaði með mér: Er þetta lífið fram undan? Því fór ég og náði mér í meiri menntun, var boðin vinna í framhaldinu og fór að vinna hjá lúxusferðaskrifstofu en ákvað svo að gera mitt sjálf og við erum nú tvö sem eigum saman ferðaskrifstofuna Ave Travel,“ útskýrir Anna Margrét þar sem hún vinnur að ferðatilhögun fjölskyldu sem vill ferðast með stæl um Ísland. „Þar sem ég er mjög góð í að eyða peningum sjálf hef ég verið heppin með að fá viðskiptavini sem vilja ekkert frekar en að eyða peningum. Nú er ég að skipuleggja ferð fyrir fjölskyldu sem vill fara í þyrluferð yfir Reykjavík og fá svo prívat leiðsögn um landið með einkabílstjóra. Stundum fer ég sjálf sem leiðsögumaður en mig vantar meiraprófið. Það er á dagskránni. Ég þarf alltaf að læra meira. Annars finnst mér ég staðna. Ég er með alveg staðnaða hárgreiðslu; síða hárið og ljósu strípurnar eru komnar til að vera, en mér þykir gott að hafa frelsi til að geta sótt þau námskeið sem ég vil og hef til dæmis lagt stund á ljósmyndun.“ Á dögunum lauk Anna Margrét við að standsetja tvær íbúðir í gamla gagnfræðaskólanum á Siglufirði, sem var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni.Anna Margrét var valin Fegurðardrottning Íslands árið 1987.„Við Diljá Þórhallsdóttir, vinkona mín, fórum gagngert norður og tókum allt í gegn. Grunnurinn var ferskur en það þurfti að gera þetta heimilislegt og hvernig gerir maður það? Þar var skemmtileg áskorun og við studdumst við fyrirfram ákveðið fjármagn en þar kom sköpunarkrafturinn að góðum notum. Það þarf nefnilega ekki allt að kosta mikið til að vera flott. Maður kaupir kannski tvo til þrjá vandaða og dýrari hluti en svo kemur til dæmis H&M Home sterkt inn með ódýrari lausnir. Það kaupir enginn stíl með peningum og það er eins með heimilin. Maður getur ekki keypt sér stíl. Sé allt dýrt, fínt og í stíl er hætta á að það verði líka gelt og flatt, en þetta tókst vel. Við Diljá erum með líkan smekk, báðar með nettan athyglisbrest og ofvirkar, og hver veit nema við útvíkkum þessa ferðahugmynd og færum okkur yfir í gistingu í fleiri bæjum á Íslandi?“ segir Anna Margrét sem er talsmaður þess að Íslendingar ferðist meira um landið sitt. „Ævintýrin bíða okkar í bakgarðinum og það er svo mikið í boði um land allt sem ekki var fyrir áratug. Hvarvetna er spútnik lið að gera flotta hluti og til dæmis á Siglufirði eru fimm flottir veitingastaðir og hægt að upplifa sig í lúxusferð í útlöndum og skella sér á skíði á veturna eða í golf á sumrin. Við vildum því skera okkur aðeins úr og útbúa lúxusdvöl á Sigló undir nafninu Sigló Apartments.“Gaman að vera ég Í frístundum stundar Anna Margrét göngur og fjallahjólreiðar um land sitt. „Ég er reyndar á leið til Skotlands með hópi kvenna sem ætlar að ganga Rob Roy-frelsishetjugönguna. Annars finnst mér best að ferðast um Ísland. Eftir að hafa starfað sem flugfreyja og skoðað stóran hluta heimsins verð ég æ þakklátari fyrir Ísland eftir hvert ferðalag út. Sem barn bauðst ekki annað en tjaldútilegur með mömmu og pabba og hvað var gaman að því? sagði maður þá, en með aldrinum fer maður að meta hlutina upp á nýtt og nennir ekki lengur að liggja á sólarströnd,“ segir Anna sem fékk áhuga á göngum fyrir rúmum áratug. „Mér finnst gaman að ganga en ég er engin heilög Anna. Það er allt gott í hófi og gaman að fara með rauðvínsbelju á bakinu inn Lónsöræfi, klára svo beljuna og reyna að kaupa sér meira rauðvín á hálendinu. Gleðin er í fyrirrúmi og lífið er alltaf svo skemmtilegt,“ segir Anna og kveðst einstaklega heppin í lífinu. „Það er búið að vera svo gaman að vera ég. Ég er við góða heilsu, enn skotin í Árna, við erum fínir vinir og eigum tvö frábær börn; hvað er hægt að biðja um meira? Mér hefur fundist öll aldursskeið hafa sinn sjarma. Ég nýt lífsins virkilega nú enda ekki lengur þræll vinnunnar eins og áður. Það er vissulega frábært að vera með litla krakka en á sama tíma voru það álagstímar að skaffa tekjur til að borga af láninu. Þá var maður alltaf með samviskubit. Mömmusamviskubit yfir því að vera alltaf í vinnunni frá börnunum og samviskubit yfir því að vera ekki meira í vinnunni þegar heim kom. Ég sakna því ekki samviskutímabilsins á milli þrítugs og fertugs,“ segir Anna af festu. Hún segir líka hafa verið gaman að vera villingur og taka þátt í fegurðarsamkeppnum. „Þegar leið á þrítugsaldurinn runnu stundum á mig tvær grímur með keppnirnar en svo sættist ég við að þetta var bara hluti af lífsreynslunni og hluti af mér. Maður verður að hafa húmor fyrir því að standa uppi á sviði í sundbol og háum hælum með límband á rassinum. Bolurinn var eitís og afar fleginn og því þurfti límband til að halda honum til friðs á kroppnum,“ segir Anna og hlær dátt að minningunni. Hún vann alla mögulega íslenska titla í fegurð á þeim tíma, var valin Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Íslands árið 1987. „Kannski var ég valin vegna þess að ég var með kjaftinn fyrir neðan nefið? Ég var alls ekki sætust af þessum stelpum en þegar ég var í viðtali við dómnefndir var ég jafnan spurð hvers vegna ég væri í keppninni. Ég svaraði alltaf: „Nú, til að vinna, auðvitað! Þetta er ekki flókið. Mig langar í utanlandsferð og ævintýri.“ Foreldrar mínir gátu ekki kostað mig til ferðalaga út og fegurðarsamkeppnir voru frábært tækifæri til að láta draumana rætast. Ég hafði farið eina ferð með fjölskyldunni til Írlands þegar ég var tólf ára og því ekki mjög sigld þegar ég fór utan í keppnir en það eina sem ég þráði var að skoða heiminn og hvernig átti ég að fara að því? „Viltu vera með í þessari keppni?“ var ég spurð, og ég spurði á móti: „Hvað er í vinning?“ Þannig fór ég til Japans, Taívans og Möltu, allt úr af keppnunum.“ Anna Margrét kom því nokkrum sinnum sem drottning heim í Fellin með kórónu á höfði. „Það var auðvitað gaman og mamma og pabbi héldu æðisleg partí í blokkinni. „Júhú! Anna vann! Það er partí hér!“ Ég á skemmtilega og frjálslega foreldra sem þótti þetta bæði skemmtilegt og fyndið en það allra skondnasta var blautbolskeppni sem ég vann á Ibiza og hlaut að launum hæstu peningaverðlaunin fyrir. Það var fyrir daga internetsins og mátti alls ekki fréttast heim en það fór fyrir lítið þegar útskriftarnemar seldu myndir sínar fyrir fé í fréttaskoti DV og þær birtust líka í Samúel.“ Hún segist þreytt á að vera þekkt sem fyrrverandi fegurðardrottning. „Ég þráði að geta farið í Bónus án þess að fólk sneri sér við. Þegar ég starfaði sem millistjórnandi hjá Icelandair var alltaf tekið fram að nú kæmi fegurðardrottningin. Hvenær er komið gott? Af hverju er ég enn þekkt fyrir þetta 30 árum síðar? Jújú, ég vann margar keppnir en ég tapaði Ungfrú heimi, þar sem ég endaði í þriðja sæti. Ég var ekkert merkilegri en allar hinar stelpurnar sem fóru í gegnum fegurðarsamkeppnir á sínum tíma. Það hlýtur að hafa verið kjafturinn og himinháu skórnir hennar mömmu.“ Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir er fyrrverandi allt mögulegt; ein sigursælasta fegurðardrottning lýðveldisins, frækin flugfreyja og nú ferðamálafrömuður. Í sumar flytur hún úr einu draumahúsi í annað og segist staðna ef hún læri ekki meira. „Það er ekki til neitt sem heitir fermetrahamingja. Ég var alin upp í 90 fermetra blokkaríbúð í Fellunum þar sem við vorum fimm í heimili en samt alltaf nóg pláss fyrir frændfólk utan af landi þegar það kom til náms í Reykjavík. Mín fyrsta íbúð var líka lítil, alls 53 fermetrar á Njálsgötunni, og vegna smæðar hennar hugnaðist mér ekki að halda þar matarboð. Svo var mér boðið í 40 kvenna boð hjá flugfreyju sem átti pínulitla risíbúð og það var ein skemmtilegasta veisla sem ég hef sótt. Þá vissi ég að fermetrahamingja væri ekki til. Það er stemningin sem gildir,“ segir Anna Margrét sem þrátt fyrir allt nýtur þess að búa stórt. Hún flytur senn í draumahús í Skerjafirði og kveður þar með eitt fegursta hús borgarinnar við Túngötu 34, sem húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, teiknaði á liðinni öld. „Við höfum haft heppnina með okkur í gegnum tíðina, keypt á góðum tíma og selt á enn betri tíma. Ég hef heldur ekki enn skilið við gamla kærastann og það kostar. Við Árni erum samstíga og hann hefur lúmskt gaman af þessu líka þótt hann spái einna mest í garðinn. Hann þykist þó hafa skoðun á hinu og þessu og spyr nú: „Hvar eru mínir fermetrar í nýja húsinu?“ Ég veit ekki hvað hann meinar með því. Hann segist þurfa dóta- og verkfæraherbergi en ég ætla að leyfa honum að ráða yfir bílskúrnum,“ segir Anna Margrét og skellir upp úr, en hennar heittelskaði er Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, og hafa þau verið kærustupar meira og minna frá því á unglingsárum. „Árni er afar handlaginn og þegar við höfðum minna á milli handanna gerðum við allt sjálf, máluðum eldhúsinnréttinguna og brutum niður veggi. Nú höfum við efni á að fá betur kunnandi menn til verka, þótt það sé einstök tilfinning að hafa gert hlutina sjálf,“ segir Anna.Gerir húsið sitt Önnulegt Anna Margrét er full tilhlökkunar að flytja og gera fallegt hús að sínu. „Það er virkilega gaman að gera ný heimkynni að sínum þegar grunnurinn er góður. Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á innanhússhönnun, málaði sjö fermetra herbergið mitt í Fellunum aftur og aftur í nýjum lit sem unglingur og saumaði þrívegis utan um gömlu Ikea-sófana mína. Mig dreymdi um að læra arkitektúr en pæjuferillinn flæktist fyrir og svo flugfreyjustarfið, sem var bara gaman. Ég held ég hafi ríkari sköpunargáfu í þessu en flestir í minni fjölskyldu og ég nýt þess í botn að fá að ráða heima. Því hlakka ég til að gera nýja húsið Önnulegt og fagurt,“ segir Anna sem hefur frá fyrstu húsnæðiskaupum keypt gömul hús og gert þau upp. „Húsið í Skerjafirðinum er það nýjasta í minni heimilissögu, byggt árið 2002. Það er ægiflott og hlaut verðlaun Reykjavíkurborgar fyrir hönnun. Hefði ég verið spurð fyrir ári hvort ég ætlaði nokkurn tímann að flytja af Túngötunni hefði svarið verið nei. Ég hef alltaf dáðst að byggingum Guðjóns Samúelssonar og missti andann þegar ég sá Túngötuna á sölu á sínum tíma, fegurðin er slík. Margir spyrja hvort ég sé á breytingaskeiðinu, og sonur minn veltir fyrir sér hvurslags miðaldrakrísu ég sé í; hvort það verði sportbíll næst, en það varð bara ekki við neitt ráðið þegar við sáum Skerjafjarðarhúsið, það kom upp óvænt og við urðum yfir okkur hrifin,“ segir Anna Margrét um húsið sem stendur á sjávarlóð með óviðjafnanlegt útsýni yfir himin og haf. „Ég get ekki beðið eftir að renna hurðinni út í garð og geta farið beint út í ljóta sloppnum og ótilhöfð. Í miðbænum er byggðin þéttari og ekki alveg eins prívat; þar þarf ég helst að mála mig áður en ég fer með kaffið út í morgunsólina,“ segir Anna, himinlifandi með nýju eigendurna að Túngötunni. „Þangað kemur frábært fólk sem kann að meta upprunalega fegurð hússins og söguna sem því fylgir. Mér var alls ekki sama hver tæki við húsinu og vil að íbúum þess þyki vænt um húsið í stað þess að því yrði breytt í gistiheimili eins og svo mörg falleg hús í miðbænum,“ segir Anna Margrét sem vill hvergi annars staðar búa en í póstnúmerinu 101.Eftirlætis staður Önnu Margrétar í Túngötu er við bogadreginn stofuglugga Guðjóns Samúelssonar. MYND/ernir„Ég elska gamla bæinn og vil geta farið ferða minna um bæinn gangandi. Ég nota barina líka ennþá og eins og Valgeir Guðjónsson söng: „Ég held ég gangi heim,“ er enn stórt atriðið hjá mér. Það breytist ekki úr þessu,“ segir hún og skellihlær.Þykir vænt um dauða hluti Anna Margrét er húsleg húsfreyja á sínu heimili. „Já, ég tek svona köst. Margir kannast við tilraunaeldhús Önnu og mér finnst gaman að elda ef ég hef tíma og fæ skemmtilegt fólk í mat. Ég er líka þrifin og bý alltaf um rúmin á morgnana en það þykir krökkunum mínum galið. Mér tókst ekki að ala þau upp við að búa um rúmin sín. Ég á hins vegar fallega hluti og vil að það sé gengið fallega um; það er ekkert gaman að eiga fallegt rúmteppi sem liggur í haug á gólfinu,“ segir Anna og er fljót með helgartiltektina á Túngötunni, sem er 300 fermetra hús á fjórum hæðum. „Í fluginu lærði ég að allt er mælt í handtökum. Ég var líka alin upp við að nýta ferðina, taka með mér ruslið á leiðinni út og fara með óhreina tauið í þvottakörfuna. Ef maður gerir þetta jafnóðum er lítið mál að halda við stóru húsi og þá er enginn vandi að ryksuga og skúra,“ segir Anna sem af húsverkunum leiðist helst að þvo þvott. „En mér finnst skemmtilegast að þurrka af. Þá handleikur maður hlutina sína og fer vel með þá, eins og kristalsskálina í stofuglugganum.“ Anna er að vísa í dýrmæta kristalsskál úr eigu fjölskyldunnar sem stendur í gluggakistu fegursta glugga hússins. „Ég er mikill safnari enda búin að búa lengi. Í fórum mínum er ýmislegt frá fjölskyldunni, eins og skírnarskál úr kristal sem við systkinin vorum skírð upp úr og ég lét skíra mín börn upp úr. Túngatan fannst mér vera hús sem þurfti að skreyta með kristal og á bernskuárum mínum áttu allir kristalsskálar sem voru teknar fram á jólum undir frómasinn. Ég er minna í frómasinum en formæður mínar og set skálina því út í glugga,“ upplýsir Anna sem á líka forláta matar- og bollastell frá ömmu sinni. „Mér þykir gaman að taka fram stellið hennar ömmu. Það er stundum sagt að maður eigi ekki að bindast dauðum hlutum tilfinningum en ég geri það nú samt og þykir mjög vænt um hluti sem ég hef haft fyrir að eignast og ég hef fengið frá fólki sem mér þykir vænt um. Það er hluti af fortíð minni, samferðafólki og minningum,“ segir Anna sem á líka ljósmynd sem henni þykir einkar vænt um. „Það er mynd af laufblöðum á Þingvöllum, sem ég keypti af Rögnu Þórisdóttur ljósmyndara. Alltaf þegar hún er komin upp á vegg er húsið orðið mitt og að heimili. Mér þykir veggjaskraut segja mikið um íbúana og kuldalegt ef ekkert er á veggjum. Það verður eitthvað af manni sjálfum að sjást á heimilinu, eins og ljósmyndir af fólkinu manns, og við höfum verið lánsöm að geta safnað listaverkum sem setja mikinn svip á heimilið.“ Anna Margrét segir gert grín að sér fyrir óbilandi metnað í lýsingu heimilisins. „Lýsingin þarf að vera notaleg og þegar fólk eldist verður enn mikilvægara að hafa hana gyllta og mjúka. Ég hef líka yndi af því að kveikja á kertum og ekki síst á Túngötunni, sem er klikkað kósí skammdegishús á veturna.“Saknar þess ekki að fljúga Eftir að Anna Margrét sagði skilið við störf sín sem flugfreyja og millistjórnandi hjá Icelandair hefur hún unnið við ferðamál. „Alltaf þegar ég flýg er ég spurð: „Anna, saknarðu ekki vinnunnar?“ Svarið er nei. Ég sakna þess ekki að vakna á nóttunni og fljúga yfir hánóttina en ég sakna fullt af vinnufélögum því það er mikið af skemmtilegu fólki sem tengist fluginu og í það ratar oft fólk með ævintýraþrá,“ segir Anna sem lærði til leiðsögumanns meðfram vinnu sinni hjá Icelandair. „Í miðaldrakrísu númer eitt fór ég svo alfarið í ferðamálafræði í Háskólanum þar sem ég var í námi með jafnöldrum barnanna minna og þótti hressandi að hrista upp í heilasellunum. Mig langaði að læra meira um landið og eitt leiddi af öðru, en það er meira en að segja það fyrir konur á miðjum aldri að söðla um og fara út á vinnumarkaðinn. Ég hugsaði með mér að ef ég gerði það ekki núna yrði aldrei af því. Ég var alltaf á kaffivélinni korter í tíu og hugsaði með mér: Er þetta lífið fram undan? Því fór ég og náði mér í meiri menntun, var boðin vinna í framhaldinu og fór að vinna hjá lúxusferðaskrifstofu en ákvað svo að gera mitt sjálf og við erum nú tvö sem eigum saman ferðaskrifstofuna Ave Travel,“ útskýrir Anna Margrét þar sem hún vinnur að ferðatilhögun fjölskyldu sem vill ferðast með stæl um Ísland. „Þar sem ég er mjög góð í að eyða peningum sjálf hef ég verið heppin með að fá viðskiptavini sem vilja ekkert frekar en að eyða peningum. Nú er ég að skipuleggja ferð fyrir fjölskyldu sem vill fara í þyrluferð yfir Reykjavík og fá svo prívat leiðsögn um landið með einkabílstjóra. Stundum fer ég sjálf sem leiðsögumaður en mig vantar meiraprófið. Það er á dagskránni. Ég þarf alltaf að læra meira. Annars finnst mér ég staðna. Ég er með alveg staðnaða hárgreiðslu; síða hárið og ljósu strípurnar eru komnar til að vera, en mér þykir gott að hafa frelsi til að geta sótt þau námskeið sem ég vil og hef til dæmis lagt stund á ljósmyndun.“ Á dögunum lauk Anna Margrét við að standsetja tvær íbúðir í gamla gagnfræðaskólanum á Siglufirði, sem var teiknaður af Guðjóni Samúelssyni.Anna Margrét var valin Fegurðardrottning Íslands árið 1987.„Við Diljá Þórhallsdóttir, vinkona mín, fórum gagngert norður og tókum allt í gegn. Grunnurinn var ferskur en það þurfti að gera þetta heimilislegt og hvernig gerir maður það? Þar var skemmtileg áskorun og við studdumst við fyrirfram ákveðið fjármagn en þar kom sköpunarkrafturinn að góðum notum. Það þarf nefnilega ekki allt að kosta mikið til að vera flott. Maður kaupir kannski tvo til þrjá vandaða og dýrari hluti en svo kemur til dæmis H&M Home sterkt inn með ódýrari lausnir. Það kaupir enginn stíl með peningum og það er eins með heimilin. Maður getur ekki keypt sér stíl. Sé allt dýrt, fínt og í stíl er hætta á að það verði líka gelt og flatt, en þetta tókst vel. Við Diljá erum með líkan smekk, báðar með nettan athyglisbrest og ofvirkar, og hver veit nema við útvíkkum þessa ferðahugmynd og færum okkur yfir í gistingu í fleiri bæjum á Íslandi?“ segir Anna Margrét sem er talsmaður þess að Íslendingar ferðist meira um landið sitt. „Ævintýrin bíða okkar í bakgarðinum og það er svo mikið í boði um land allt sem ekki var fyrir áratug. Hvarvetna er spútnik lið að gera flotta hluti og til dæmis á Siglufirði eru fimm flottir veitingastaðir og hægt að upplifa sig í lúxusferð í útlöndum og skella sér á skíði á veturna eða í golf á sumrin. Við vildum því skera okkur aðeins úr og útbúa lúxusdvöl á Sigló undir nafninu Sigló Apartments.“Gaman að vera ég Í frístundum stundar Anna Margrét göngur og fjallahjólreiðar um land sitt. „Ég er reyndar á leið til Skotlands með hópi kvenna sem ætlar að ganga Rob Roy-frelsishetjugönguna. Annars finnst mér best að ferðast um Ísland. Eftir að hafa starfað sem flugfreyja og skoðað stóran hluta heimsins verð ég æ þakklátari fyrir Ísland eftir hvert ferðalag út. Sem barn bauðst ekki annað en tjaldútilegur með mömmu og pabba og hvað var gaman að því? sagði maður þá, en með aldrinum fer maður að meta hlutina upp á nýtt og nennir ekki lengur að liggja á sólarströnd,“ segir Anna sem fékk áhuga á göngum fyrir rúmum áratug. „Mér finnst gaman að ganga en ég er engin heilög Anna. Það er allt gott í hófi og gaman að fara með rauðvínsbelju á bakinu inn Lónsöræfi, klára svo beljuna og reyna að kaupa sér meira rauðvín á hálendinu. Gleðin er í fyrirrúmi og lífið er alltaf svo skemmtilegt,“ segir Anna og kveðst einstaklega heppin í lífinu. „Það er búið að vera svo gaman að vera ég. Ég er við góða heilsu, enn skotin í Árna, við erum fínir vinir og eigum tvö frábær börn; hvað er hægt að biðja um meira? Mér hefur fundist öll aldursskeið hafa sinn sjarma. Ég nýt lífsins virkilega nú enda ekki lengur þræll vinnunnar eins og áður. Það er vissulega frábært að vera með litla krakka en á sama tíma voru það álagstímar að skaffa tekjur til að borga af láninu. Þá var maður alltaf með samviskubit. Mömmusamviskubit yfir því að vera alltaf í vinnunni frá börnunum og samviskubit yfir því að vera ekki meira í vinnunni þegar heim kom. Ég sakna því ekki samviskutímabilsins á milli þrítugs og fertugs,“ segir Anna af festu. Hún segir líka hafa verið gaman að vera villingur og taka þátt í fegurðarsamkeppnum. „Þegar leið á þrítugsaldurinn runnu stundum á mig tvær grímur með keppnirnar en svo sættist ég við að þetta var bara hluti af lífsreynslunni og hluti af mér. Maður verður að hafa húmor fyrir því að standa uppi á sviði í sundbol og háum hælum með límband á rassinum. Bolurinn var eitís og afar fleginn og því þurfti límband til að halda honum til friðs á kroppnum,“ segir Anna og hlær dátt að minningunni. Hún vann alla mögulega íslenska titla í fegurð á þeim tíma, var valin Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Ungfrú Reykjavík og Fegurðardrottning Íslands árið 1987. „Kannski var ég valin vegna þess að ég var með kjaftinn fyrir neðan nefið? Ég var alls ekki sætust af þessum stelpum en þegar ég var í viðtali við dómnefndir var ég jafnan spurð hvers vegna ég væri í keppninni. Ég svaraði alltaf: „Nú, til að vinna, auðvitað! Þetta er ekki flókið. Mig langar í utanlandsferð og ævintýri.“ Foreldrar mínir gátu ekki kostað mig til ferðalaga út og fegurðarsamkeppnir voru frábært tækifæri til að láta draumana rætast. Ég hafði farið eina ferð með fjölskyldunni til Írlands þegar ég var tólf ára og því ekki mjög sigld þegar ég fór utan í keppnir en það eina sem ég þráði var að skoða heiminn og hvernig átti ég að fara að því? „Viltu vera með í þessari keppni?“ var ég spurð, og ég spurði á móti: „Hvað er í vinning?“ Þannig fór ég til Japans, Taívans og Möltu, allt úr af keppnunum.“ Anna Margrét kom því nokkrum sinnum sem drottning heim í Fellin með kórónu á höfði. „Það var auðvitað gaman og mamma og pabbi héldu æðisleg partí í blokkinni. „Júhú! Anna vann! Það er partí hér!“ Ég á skemmtilega og frjálslega foreldra sem þótti þetta bæði skemmtilegt og fyndið en það allra skondnasta var blautbolskeppni sem ég vann á Ibiza og hlaut að launum hæstu peningaverðlaunin fyrir. Það var fyrir daga internetsins og mátti alls ekki fréttast heim en það fór fyrir lítið þegar útskriftarnemar seldu myndir sínar fyrir fé í fréttaskoti DV og þær birtust líka í Samúel.“ Hún segist þreytt á að vera þekkt sem fyrrverandi fegurðardrottning. „Ég þráði að geta farið í Bónus án þess að fólk sneri sér við. Þegar ég starfaði sem millistjórnandi hjá Icelandair var alltaf tekið fram að nú kæmi fegurðardrottningin. Hvenær er komið gott? Af hverju er ég enn þekkt fyrir þetta 30 árum síðar? Jújú, ég vann margar keppnir en ég tapaði Ungfrú heimi, þar sem ég endaði í þriðja sæti. Ég var ekkert merkilegri en allar hinar stelpurnar sem fóru í gegnum fegurðarsamkeppnir á sínum tíma. Það hlýtur að hafa verið kjafturinn og himinháu skórnir hennar mömmu.“
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira