Helga Vala um EES-samstarfið: Getum ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 21:45 Helga Vala Helgadóttir er þingkona Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm „Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala. Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
„Getum við vænst virðingar ef okkur er ómögulegt að sýna öðrum hið sama,“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Fjallaði hún þar um fullveldið og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Án þess að tiltaka nákvæm dæmi setti Helga Vala út á hvernig rætt er um alþjóðasamstarf hér á landi og gagnaðila Íslendinga. Má leiða líkur að því að þingmaðurinn hafi þarna verið að setja út á orðræðu Miðflokksmanna og fleiri um þriðja orkupakkann og EES-samstarfið.Fúyrðaflaumur og vandlætingar Helga Vala sagði að EES-samstarfið hafi án nokkurs vafa aukið hagsæld á Íslandi. Ekki væri úr vegi að leyfa þjóðinni að taka afstöðu til þess af alvöru hvað fælist í fullri aðild að því þjóðarbandalagi sem Evrópusambandið væri. „En þegar við erum í viðlíka samstarfi, þá getum við einfaldlega ekki leyft okkur að virða gagnaðila einskis þegar okkur hentar. Hvers virði er slík samvinna ef samstarfsaðilinn byrjar að atyrða mann um leið og hann snýr sér við?“ Áfram hélt Helga Vala og spurði hvaða skilaboð það væru til íslensks almennings mæta prúðbúin á fundi um allan heim, heimsækja erlend fyrirmenni, bjóða þeim til fundar við okkur hér á landi, en þegar komi að skuldbindingum íslenska ríkisins innanlands sem erlendis þá hefjist hér fúkyrðaflaumur og vandlætingar um það hvað þetta sé allt ömurlegt og ekki til neins gagns. „Hvaða trúverðugleiki er í slíku samstarfi og hvaða sjálfsvirðing? Til hvers að mæta til alþjóðasamstarfs ef við stöndum ekki með því? Er það dæmi um fullvalda ríki sem gengur til samstarfs af fúsum og frjálsum vilja? Samninga skal halda, um það er ekki deilt. Vilji maður ekki halda samstarfi áfram er það ekki leiðin að brjóta sáttmála og virða samninga að vettugi heldur ber stjórnvöldum, til að halda virðingu ríkisins hvort tveggja heimavið sem og á alþjóðavettvangi, að slíta samvinnu ellegar standa með henni og taka þátt. Við þurfum ekki að óttast ef við af heilindum tökum þátt í samstarfinu,“ sagði Helga Vala.
Alþingi Evrópusambandið Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira