Hegningarhúsið þarf á annan milljarð króna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. maí 2019 06:15 Nían, eins og Hegningarhúsið var kallað meðal þeirra sem þar dvöldu, var tekin úr notkun 1. júní 2016 og bíður yfirhalningar. Fréttablaðið/Stefán Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Kostnaður við að koma Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í viðunandi horf að utan er að lágmarki 300 milljónir króna samkvæmt áætlun Ríkiseigna sem falin var umsýsla hússins eftir að það var tekið úr notkun sem fangelsi vorið 2016. Ekki hefur verið lagt mat á kostnað við endurbætur og viðhald á húsinu að innan en áætlað er þó að sá kostnaður verði ekki undir einum milljarði. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Mun kostnaðurinn ekki eingöngu ráðast af ástandi hússins heldur haldast í hendur við möguleika til aðlögunar á innviðum hússins til að tryggja framtíðarnýtingu þess. Húsið var tekið úr notkun fyrir þremur árum. Í skýrslu sem birt var í janúar 2016 segir að húsið sé meðal elstu og merkilegustu bygginga í eigu ríkisins og gera eigi það upp af myndarskap og í sem upprunalegustu mynd. Húsið liggi undir skemmdum og forgangsverkefni sé að tryggja fjárveitingu til að gera húsið upp. Vinna við húsið er þó ekki enn hafin. Í svari ráðuneytisins kemur fram að endurbygging gamalla og friðaðra húsa geti verið fjárhagslega áhættusöm og kostnaður auðveldlega orðið mun hærri en gert er ráð fyrir í upphafi. Því þurfi að vanda bæði undirbúning og áætlunargerð. Hins vegar sé ljóst að ekki verði lengi beðið með lagfæringu á þaki hússins og í framhaldi ytra byrði þess þótt beðið verði ákvörðunar um framtíðarnýtingu. Unnið er að því að finna húsinu hlutverk við hæfi og munu endurbætur taka mið af nýju hlutverki þess. Um framtíðarnýtingu segir í svari ráðuneytisins að ekki sé gert ráð fyrir rekstri á vegum ríkisins í húsinu en það bjóði upp á möguleika fyrir fjölmarga aðila fyrir starfsemi sína. Þá hafi verið lögð áhersla á að húsið verði opið almenningi eftir endurgerð þess. Fjölmargar hugmyndir hafa komið fram um starfsemi í húsinu, meðal annars um söfn sem tengjast sögu hússins, veitingasölu og fleira. Ekki kemur á óvart að margir renni hýru auga til þessa sögufræga húss. Staðsetningin er einkar eftirsóknarverð auk þess sem bakgarður hússins býður upp á marga möguleika. Framlag til endurbóta hefur ekki verið veitt í fjárlögum undanfarinna ára ef frá eru taldar 37,5 milljónir í fjárlögum fyrir árið 2017. Í fjárlögum ársins 2016 var fjármála- og efnahagsráðherra veitt heimild til að selja húsið en í fjárlögum síðustu ára hefur hann haft heimild til að leigja húsið út.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Reykjavík Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira