Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2019 22:32 Kim Jong Un og Donald Trump í Víetnam í febrúar. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. Þetta sagði Sara Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í dag eftir að Trump tísti í gær um orð Kim í síðustu viku um að Biden væri „fáviti með lága greindarvísitölu“ eftir að forsetaframbjóðandinn kallaði Kim einræðisherra í ræðu. Í tísti í gær sagði Trump hafa hlegið þegar hann heyrði orð Kim um Biden. Var Sanders spurð að því í sjónvarpsþættinum Meet the Press á sjónvarpstöðinni NBC hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn væru hliðhollari einræðisherra Norður-Kóreu en fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sagði Sanders að Trump væri ekki að taka slíka afstöðu með tísti sínu, þeir væru einfaldlega sammála. „Ég tel að þeir séu sammála í mati sínu á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden,“ sagði Sanders.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that’s sending me a signal? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019Í tístinu lýsti Trump einnig nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ en í gær fordæmdi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump,eldflaugatilraunirnar og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“. 22. maí 2019 10:49 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. Þetta sagði Sara Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í dag eftir að Trump tísti í gær um orð Kim í síðustu viku um að Biden væri „fáviti með lága greindarvísitölu“ eftir að forsetaframbjóðandinn kallaði Kim einræðisherra í ræðu. Í tísti í gær sagði Trump hafa hlegið þegar hann heyrði orð Kim um Biden. Var Sanders spurð að því í sjónvarpsþættinum Meet the Press á sjónvarpstöðinni NBC hvort Bandaríkjamenn ættu ekki að hafa áhyggjur af því að forsetinn væru hliðhollari einræðisherra Norður-Kóreu en fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sagði Sanders að Trump væri ekki að taka slíka afstöðu með tísti sínu, þeir væru einfaldlega sammála. „Ég tel að þeir séu sammála í mati sínu á fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden,“ sagði Sanders.North Korea fired off some small weapons, which disturbed some of my people, and others, but not me. I have confidence that Chairman Kim will keep his promise to me, & also smiled when he called Swampman Joe Biden a low IQ individual, & worse. Perhaps that’s sending me a signal? — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2019Í tístinu lýsti Trump einnig nýjustu eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna sem „litlum vopnum“ en í gær fordæmdi John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump,eldflaugatilraunirnar og sagði þær brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti kemur leiðtoga Norður-Kóreu til varnar eða eys hann lofi. Trump hefur ítrekað lýst Kim sem afburðaskörpum leiðtoga. Á fundi þeirra í Singapúr í fyrra sagði Trump að norðurkóreska þjóðin elskaði Kim.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08 Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“. 22. maí 2019 10:49 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Kenna Bandaríkjunum um að viðræður séu í hnút Viðræðunum um stöðvun kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu verður ekki haldið áfram án þess að Bandaríkin breyti um stefnu. 24. maí 2019 15:08
Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“. 22. maí 2019 10:49