Ragnar Þór segist hafa verið úthrópaður kvenhatari eftir stuðningskveðjur til Miðflokksins Sylvía Hall skrifar 26. maí 2019 15:42 Ragnar Þór segist ekki vera á leiðinni til liðs við Miðflokkinn, ekki frekar en aðra flokka. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáir sig um færslu sem hann birti til stuðnings þingmönnum Miðflokksins nú á dögunum í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni. Hann segist vera orðinn „pólitískt viðundur“ í umræðunni. „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur,“ skrifaði Ragnar Þór á Facebook-síðu sína á föstudag. Færsla hans vakti mikla athygli en hann er undrandi yfir því hversu hörð viðbrögðin voru.Sjá einnig: Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum „Ég skrifaði færslu til stuðnings þeim þingmönnum sem hafa lagt mikið á sig til að koma í veg fyrir að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Ég hef verið úthrópaður kvenhatari, krafinn um afsögn úr embætti formanns VR og þaðan af verra fyrir vikið. Einnig er fullyrt að ég sé genginn í Miðflokkinn,“ skrifar Ragnar Þór í nýrri færslu. Hann segist vera mótfallinn því að markaðssvæða grunnstoðir samfélagsins og segir nærtækt dæmi vera einkavæðing bankanna sem hafi átt að lækka kostnað, auka samkeppni og vera samfélaginu og neytendum til góðs. Hann segir það ekki heillavænlegt fyrir samfélagið að einkavæða grunnstoðirnar. „Þetta þýðir samt ekki að ég sé á móti ESB, sé andstæðingur Evrópusambandsins. Þvert á móti sé ég marga kosti, en líka galla. Einhverjir gætu túlkað þá skoðun, að ég sé ekki ESB andstæðingur, að ég sé genginn til liðs við Samfylkinguna eða Viðreisn þar sem ég er hrifin af hugmyndum um fastgengisstefnu.“Segist vera pólitískt viðundur Ragnar heldur áfram að ræða skoðanir sínar og segist samsvara sig mörgum flokkum. Stuðningur hans við landbúnað gæti látið marga halda að hann væri Framsóknarmaður á meðan umhverfisáherslur hans gætu staðsett hann nær Vinstri Grænum. Hann hrósar baráttu Flokks fólksins gegn skerðingum í almannatryggingakerfinu gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum og segir áhuga sinn á þeirri baráttu jaðra við þráhyggju. Hann sé því afar ánægður með störf þess flokks í þeim málaflokki. Þá hrósar hann ríkisstjórninni fyrir „góða og lausnamiðaða vinnu“ og gott samstarf við gerð kjarasamninga. „Það er vandlifað í heimi málfrelsis og frjálsra skoðanaskipta svo lengi sem skoðanir þínar eru „réttar“. Ég tel að pólitísk rétttrúnaðarstefna, og pólitískur rétttrúnaður almennt, sé það sem sundrar samfélögum. Alveg eins og hver önnur trúarbrögð.“ Hann segir persónulegar skoðanir sínar ekki endurspegla afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Hann sætti sig við að vera „pólitískt viðundur“ því hann sé fyrst og fremst réttlætissinni. „Já og...... framferði títtnefndra þingmanna á Klausturbar voru þeim sjálfum og þjóð til háborinnar skammar,“ skrifar Ragnar Þór að lokum.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formaður VR þakklátur Miðflokksmönnum Ragnar Þór Ingólfsson vill fresta atkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann fram á haust. 24. maí 2019 15:28