Wenger: Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar örlítil martröð fyrir Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:30 Arsene Wenger með enska bikarinn sem hann vann sjö sinnum. Wenger vann aftur á móti aldrei titil í Evrópu. Getty/Catherine Ivill Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Arsene Wenger var knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár en honum tókst aldrei að vinna Evróputitil með félaginu. Nú getur eftirmaður hans Unai Emery afrekað það á sínu fyrsta ári. Arsenal mætir Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í næstu viku og í boði er sæti í Meistaradeildinni fyrir Arsenal liðið. Chelsea er þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina með því að ná þriðja sætinu í ensku úrvalsdeildinni. Arsene Wenger lítur á sig sem stuðningsmann Arsenal í dag en Frakkinn hefur haldið sig bak við tjöldin og leyft Unai Emery að starfa í friði á þessu tímabili. Wenger gaf aftur á móti færi á sér í gær og veitt enskum fjölmiðlum viðtal. Þar tjáði hann sig um bæði um þá staðreynd að Henrikh Mkhitaryan geti ekki tekið þátt í leiknum og að hversu erfitt það er fyrir stuðningsmenn Arsenal að fara á leikinn sem verður spilaðir í Bakú í Aserbaísjan. Wenger er ósáttur með þessa þróun mála. „Þetta er örlítil martröð fyrir Arsenal,“ sagði Arsene Wenger í viðtali við Guardian. Þessi tvö mál hafa vissulega sett leiðinlegan svip á fyrsta úrslitaleik Arsenal í Evrópukeppni í þrettán ár.Arsène Wenger: Europa League final ‘little bit of a nightmare’ for Arsenal. By @amylawrence71https://t.co/QPnEc0WHkJ — Guardian sport (@guardian_sport) May 24, 2019Armeninn Henrikh Mkhitaryan gaf það út í vikunni að hanni muni ekki fara til Aserbaísjan af öryggisástæðum en nágrannaríkin Armenía og Aserbaísjan standa í miklum deilum sín á milli og hafa gert lengi. „Þetta er eitthvað sem á ekki að gerast í fótbolta eða í nútímanum að þú getir ekki spilað fótboltaleik vegna pólitískra ástæðna,“ sagði Arsene. Wenger finnur líka til með stuðningsmönnum Arsenal sem sjá sér ekki fært að ferðast alla leið til Aserbaísjan því það eru svo kostnaðarsamt. Arsenal náði að selja þrjú þúsund miða en Chelsea aðeins tvö þúsund. Bæði lið fengu sex þúsund miða og í fyrstu þótti það allt of lítið. Nú verður leikvangurinn kannski hálftómur á úrslitaleiknum eða í það minnsta fullur af litlausum áhorfendum. „Liðin kvarta ekki enda ferðast þau þangað á einkaþotum og hafa allt til alls. Þetta er leiðinlegt fyrir stuðningsmennina,“ segir Wenger, Umræddir stuðningsmenn hefðu örugglega fjölmennt á úrslitaleik sem væri spilaður nær eða í landi sem kostaði minna að ferðast til. Arsenal hefur ekki unnið Evróputitil síðan árið 1994 og stuðningsmennirnir því búnir að bíða lengi eftir slíkum bikar. „Ég held með Arsenal og þannig verður það alltaf. Þetta er mitt félag. Ég gaf félaginu lífið mitt en það hefur samt gengið nokkuð vel hjá mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Ég horfi á þá eins og stuðningsmaður og dæmi ekki. Ég er ánægður þegar þeir vinna og ekki sáttur þegar þeir spila ekki vel,“ sagði Wenger. Wenger ætlar sér líka að snúa aftur í fótboltann. „Það er pottþétt að ég kem aftur inn í fótboltann. Hvar og hvernig veit ég ekki eða hvort að það verður sem knattspyrnustjóri eða eitthvað annað. Hungrið og ástríðan er enn til staðar hjá mér,“ sagði Wenger.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira