Gunnar Nelson og Eygló Ósk eru andlit samfélagsmiðlaherferðarinnar „Hreinn árangur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 16:00 Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun. Mynd/hreinnarangur.is. Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Lyfjaeftirlit Íslands hefur hrint af stað samfélagsmiðlaherferð undir yfirskriftinni „Hreinn árangur“. Átakið snýst um að stuðla að heilbrigðri líkamsrækt og íþróttum þar sem hreinn árangur í hvoru tveggja næst eingöngu með heilbrigðri þjálfun. Markmiðið er að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra frammistöðubætandi efna og eru félög hvött til þess að dreifa skilaboðunum áfram innan sinna raða. Það kemur fram á heimasíðu herferðarinnar að notkun sé algengari en margir halda og hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Ólögleg lyfjanotkun er líka ekki einkamál og skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki. Nánar má lesa um átakið á slóðinni hreinnarangur.is og á Facebook-síðu verkefnisins. ÍSÍ hvetur fólk til þess að kíkja á facebookfilterinn, en þar er hægt að nota filterinn Hreinn árangur. Íþróttastjörnurnar Gunnar Nelson og Eygló Ósk Gústafsdóttir tala fyrir hreinum árangri í sinni íþróttaiðkun og eru að sjálfsögðu búin að prófa filterinn. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar á heimasíðu herferðarinnar hreinnarangur.is.Hreinn árangur Hrein líkamsrækt er ein sterkasta forvörnin gegn alls kyns sjúkdómum og heilsuvá - líkamlegum og andlegum. Það er ekki hægt að stytta sér leið að hreinum árangri - það er einfaldlega enginn afsláttur af því. Að nota ólögleg frammistöðubætandi efni og lyf stríðir gegn öllu því sem íþróttir og líkams- og heilsurækt standa fyrir. Taktu þátt í að vera fyrirmynd og stundaðu líkamsrækt og íþróttir á hreinan hátt. Með samstilltu átaki er hægt að sporna við útbreiðslu og notkun ólöglegra árangursbætandi efna.Notkun er algengari en margir halda Lyfjamisnotkun tíðkast hjá báðum kynjum og á öllum aldri í öllum stéttum samfélagsins. Notkun anabólískra stera er algengasta og þekktasta lyfjamisnotkunin. Hvatar að baki notkun stera er oft löngun til að bæta árangur í íþróttum og/eða til að hafa áhrif á útlit. Öll efni sem veita tilætluð áhrif geta einnig valdið aukaverkunum.Ólögleg lyfjanotkun er ekki einkamál Skaðleg áhrif efna geta verið skýr og komið fram strax eða þau geta verið óljósari og komið eftir langvarandi notkun. Það er alltaf einstaklingsbundið. Hvernig áhrif koma fram getur farið eftir kyni, skammtastærð, lengd notkunar, tegund efna og hvernig efnin eru notuð. Vöðvavöxtur sem fylgir lyfjamisnotkun gengur til baka þegar notkun er hætt en skaðlegar aukaverkanir geta þó verið viðvarandi.Þekktar aukaverkanir Líkamlegar aukaverkanir anabólískra stera og annarra hormóna hafa lengi verið þekktar. Nýlegar rannsóknir sýna að auk líkamlegra aukaverkana geta andlegar aukaverkanir haft gríðarlega alvarleg áhrif á heilsu. Sumar aukaverkanir geta verið óafturkræfar, hvort sem þær eru kynbundnar eða ekki.
Íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti