Erlent

36. ráðherrann til að segja af sér í stjórnartíð May

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Andrea Leadsom
Andrea Leadsom Getty/Dan Kitwood.
Andrea Leadsom, þingflokksformaður Íhaldsflokksins, hefur sagt af sér embætti og yfirgefur hún þar með ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Leadsom er þar með 36. ráðherrann eða ígildi ráðherra til þess að segja af sér í stjórnartíð May.

Leadsom sagði af sér vegna óánægju meðnýjustu tilraun May til þess að fá Brexit-sáttmálann samþykktann á breska þinginu.

Í bréfi sem Leadsom stílaðiá May segir Leadsom að hún hafi ekki lengur trú á því að ríkisstjórninni takist að tryggja það að endanleg úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu verði að veruleika.

Þá segir einnig í bréfinu að Leadsom telji að Bretland verði ekki lengur fullvalda þjóð nái Brexit-sáttmáli May fram að ganga.

Meðal þess sem May hefur lagt til er að samhliða sáttmálanum, hljóti hann brautargengi fái þingmenn að greiða atkvæði um það hvort að þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að fara fram um sáttmálann.

Við þetta eru fjölmargir þingmenn Íhaldsflokksins ekki sáttir, þar á meðal Leadsom og virðist tilraunir May í dag til þess að afla stuðnings við sáttmála hennar orðið til þess að Leadsom sagði af sér.

Leadsom bauð sig fram til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins þegar David Cameron steig til hliðar en dró framboð sitt til baka, sem ruddi brautina fyrir May.

Alls hafa 36 ráðherrar eða ígildi þeirra sagt af sér embætti í stjórnartíð May, þar af 21 vegna Brexit.


Tengdar fréttir

May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar

May virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×