May stendur höllum fæti eftir að síðasta útspil hennar klikkar Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2019 14:38 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. AP/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stendur höllum fæti þessa stundina. Henni virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. Breskir miðlar segja ráðherra May vinna að því að koma henni úr embætti og einhverjir segja hæpið að hún muni endast út daginn.Samkvæmt BBC eru þingmenn Íhaldsflokksins að vinna að reglubreytingum innan flokksins svo þeir geti kosið hana úr embætti. Reuters segir stöðuna til marks um að óvíst sé hvenær af Brexit verði, með hvernig hætti úrgangan verður og jafnvel hvort af henni verði.Í ræðu á þinginu í dag, sem var styttri en búist var við, kallaði May eftir stuðningi við samninginn en án árangurs. Athygli vakti að ríkisstjórnarbekkurinn var nánast tómur og fáir veittu henni nokkurn stuðning. Þykir það til stuðnings þess að ráðherrar hafi verið að ræða stöðuna án hennar. May vill að greidd verði atkvæði um samninginn í fyrstu vikunni í júní og verður það í fjórða sinn sem hún reynir að fá þingið til að samþykkja útgáfu af upprunalega samningnum. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október.Sjá einnig: Gefur þingmönnum lokatækifæri til að afgreiða BrexitÞingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB. Í þeim þremur kosningum sem nú hafa farið fram um Brexit-samningnum May hafa fjölmargir þingmenn flokksins greitt atkvæði gegn samningnum. Þegar fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í janúar, greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum. Einungis 202 greiddu atkvæði með honum þegar minnst 320 atkvæði þurfti til. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stendur höllum fæti þessa stundina. Henni virðist hafa mistekist að afla stuðnings á þingi við fjórðu atkvæðagreiðsluna um samkomulag hennar við forsvarsmenn Evrópusambandsins um úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Hvorki meðal stjórnarandstöðunnar né eigin þingmanna í Íhaldsflokknum. Breskir miðlar segja ráðherra May vinna að því að koma henni úr embætti og einhverjir segja hæpið að hún muni endast út daginn.Samkvæmt BBC eru þingmenn Íhaldsflokksins að vinna að reglubreytingum innan flokksins svo þeir geti kosið hana úr embætti. Reuters segir stöðuna til marks um að óvíst sé hvenær af Brexit verði, með hvernig hætti úrgangan verður og jafnvel hvort af henni verði.Í ræðu á þinginu í dag, sem var styttri en búist var við, kallaði May eftir stuðningi við samninginn en án árangurs. Athygli vakti að ríkisstjórnarbekkurinn var nánast tómur og fáir veittu henni nokkurn stuðning. Þykir það til stuðnings þess að ráðherrar hafi verið að ræða stöðuna án hennar. May vill að greidd verði atkvæði um samninginn í fyrstu vikunni í júní og verður það í fjórða sinn sem hún reynir að fá þingið til að samþykkja útgáfu af upprunalega samningnum. Upprunalega átti Brexit að eiga sér stað þann 23. mars. Því var svo frestað nokkrum sinnum og svo allt til 31. október.Sjá einnig: Gefur þingmönnum lokatækifæri til að afgreiða BrexitÞingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB. Í þeim þremur kosningum sem nú hafa farið fram um Brexit-samningnum May hafa fjölmargir þingmenn flokksins greitt atkvæði gegn samningnum. Þegar fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í janúar, greiddu 432 þingmenn atkvæði gegn samningnum. Einungis 202 greiddu atkvæði með honum þegar minnst 320 atkvæði þurfti til.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03 Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. 21. maí 2019 23:03
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Óttast daður við einangrunarhyggju og kallar eftir aðgerðum gegn „Bannon-væðingu“ Þorgerður Katrín beindi í gær fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þar sem hún spurði hvernig hún hygðist beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar að "úrtöluraddir“ um þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi nái yfirhöndinni með vafasömum áróðri. 21. maí 2019 10:46
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May útskýrir leiðtogaval í júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að leggja fram áætlun um val á arftaka, það er nýjum formanni Íhaldsflokksins, þegar næsta atkvæðagreiðsla um Brexit-samning hennar er að baki. 17. maí 2019 07:45