Áfram ræðir Miðflokksfólk sín á milli um orkupakkann Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:10 Miðflokksmaðurinn Þorsteinn Sæmundsson í pontu og Miðflokksfólk á mælendaskrá. Skjáskot Uppfært: Þingfundi var slitið klukkan 8:40. Næsti fundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn. Sem fyrr eru það þingmenn Miðflokksins sem halda umræðunni gangandi og hafa setið einir að ræðupúltinu í nótt. Þingfundur var settur klukkan 13:30 í gær og hófst umræðan um orkupakkann á þriðja tímanum. Umræðan hefur því staðið yfir í um 17 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa áður staðið fyrir málþófi um þriðja orkupakkann sem nýtur stuðnings meirihluta Alþingis. Það gerðu þeir síðast aðfaranótt þriðjudags, en þá var þingfundi slitið á sjötta tímanum. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Sem fyrr segir stendur umræða næturinnar enn yfir, en næsti þingfundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Fylgjast má með umræðunni hér að neðan. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Uppfært: Þingfundi var slitið klukkan 8:40. Næsti fundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Umræða um þriðja orkupakkann á Alþingi hefur staðið yfir í alla nótt og stendur enn. Sem fyrr eru það þingmenn Miðflokksins sem halda umræðunni gangandi og hafa setið einir að ræðupúltinu í nótt. Þingfundur var settur klukkan 13:30 í gær og hófst umræðan um orkupakkann á þriðja tímanum. Umræðan hefur því staðið yfir í um 17 klukkustundir. Þingmenn Miðflokksins hafa áður staðið fyrir málþófi um þriðja orkupakkann sem nýtur stuðnings meirihluta Alþingis. Það gerðu þeir síðast aðfaranótt þriðjudags, en þá var þingfundi slitið á sjötta tímanum. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Sem fyrr segir stendur umræða næturinnar enn yfir, en næsti þingfundur er fyrirhugaður klukkan 15 í dag. Fylgjast má með umræðunni hér að neðan.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann. 22. maí 2019 06:00