„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 16:09 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Björn sagði að í álitinu hefði komið fram að hann sjálfur hefði ekki talist brotlegur gegn siðareglum þrátt fyrir að hann gengist fúslega við því að hafa látið falla orð sem væru efnislega þau sömu. „Vissulega notaði ég ekki nákvæmlega sömu orðin og það getur vel verið að það skipti máli þegar siðanefnd leggur mat sitt á merkingu orðanna,“ sagði Björn sem vildi taka af allan vafa í málinu. „Herra forseti, mig langar því að vera eins skýrmæltur og ég get vegna álits forsætisnefndar þegar erindi mínu vegna aksturskostnaðar var vísað frá þar sem kom að Ásmundur Friðriksson hafði vissulega fengið endurgreiðslu frá Alþingi vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, að hann hafi fengið endurgreiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það hafi verið gegn reglur um slíkar endurgreiðslur og vegna þess að Ásmundur játaði að hafa fengið endurgreiðslur vegna prófkjörsbaráttu í eigin flokki sem er klárlega ekki hluti af starfi hans sem þingmanns þá verð ég að tjá skoðun mína aftur og nota nú orð sem allir skilja, þar á meðal siðanefnd: Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn í þeim efnum. Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gagnvart siðareglum þingmanna.“ Hann sagði að allir í þingsalnum væru meðvitaðir um að orðin væru sönn. Ef þingmenn gætu átt á hættu að gerast brotlegir fyrir að segja satt þá sé voðinn vís. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði þetta væri ekki við hæfi undir liðnum störf þingsins. Skömmu síðar, þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Steingrím hvers vegna þetta hefði ekki verið við hæfi svaraði forseti Alþingis því til að Björn Leví hefði notað dagskrárliðinn störf þingsins til að fara ósæmilegum orðum um annan háttvirtan þingmann. „Þannig er að undir liðnum störf þingsin ser sérstaklega gert ráð fyrir því að þingmenn geti átt orðaskipti við annan þingmann, þeir geti beint spurningu eða snúið máli sínu að öðrum þingmanni, formanni þingnefndar eða þess vegna óbreyttum þingmanni en þá eru það mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita og þá er hann settur á mælendaskrá næstur á eftir þeim sem á orðastað við hann, þetta gerði háttvirtur þingmaður Björn Leví ekki.“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bað Steingrím um að skoða málið nánar og sagði: „Eineltið heldur áfram“. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi máli sínu einnig til forseta Alþingis: „Ég tel nú að ummælin stappaði nærri að vera vítaverð eins og þingsköp kveða á um ekki eingöngu vegna þess að í þeim fólst endurteking á aðdróttunum og ærumeiðingum í garð háttvirts þingmanns Ásmundar Friðrikssonar heldur líka vegna þess að það er auðvitað verið að gera lítið úr þeirri málsmeðferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þingsins bæði af hálfu hæstvirtrar forsætisnefndar og siðanefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sérkennilegt að háttvirtur þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar forsögu málsins, hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásökunum hans og fleiri hefur verið svarað.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. 21. maí 2019 09:08 Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. 20. maí 2019 14:54 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Björn sagði að í álitinu hefði komið fram að hann sjálfur hefði ekki talist brotlegur gegn siðareglum þrátt fyrir að hann gengist fúslega við því að hafa látið falla orð sem væru efnislega þau sömu. „Vissulega notaði ég ekki nákvæmlega sömu orðin og það getur vel verið að það skipti máli þegar siðanefnd leggur mat sitt á merkingu orðanna,“ sagði Björn sem vildi taka af allan vafa í málinu. „Herra forseti, mig langar því að vera eins skýrmæltur og ég get vegna álits forsætisnefndar þegar erindi mínu vegna aksturskostnaðar var vísað frá þar sem kom að Ásmundur Friðriksson hafði vissulega fengið endurgreiðslu frá Alþingi vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, að hann hafi fengið endurgreiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það hafi verið gegn reglur um slíkar endurgreiðslur og vegna þess að Ásmundur játaði að hafa fengið endurgreiðslur vegna prófkjörsbaráttu í eigin flokki sem er klárlega ekki hluti af starfi hans sem þingmanns þá verð ég að tjá skoðun mína aftur og nota nú orð sem allir skilja, þar á meðal siðanefnd: Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn í þeim efnum. Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gagnvart siðareglum þingmanna.“ Hann sagði að allir í þingsalnum væru meðvitaðir um að orðin væru sönn. Ef þingmenn gætu átt á hættu að gerast brotlegir fyrir að segja satt þá sé voðinn vís. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði þetta væri ekki við hæfi undir liðnum störf þingsins. Skömmu síðar, þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Steingrím hvers vegna þetta hefði ekki verið við hæfi svaraði forseti Alþingis því til að Björn Leví hefði notað dagskrárliðinn störf þingsins til að fara ósæmilegum orðum um annan háttvirtan þingmann. „Þannig er að undir liðnum störf þingsin ser sérstaklega gert ráð fyrir því að þingmenn geti átt orðaskipti við annan þingmann, þeir geti beint spurningu eða snúið máli sínu að öðrum þingmanni, formanni þingnefndar eða þess vegna óbreyttum þingmanni en þá eru það mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita og þá er hann settur á mælendaskrá næstur á eftir þeim sem á orðastað við hann, þetta gerði háttvirtur þingmaður Björn Leví ekki.“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bað Steingrím um að skoða málið nánar og sagði: „Eineltið heldur áfram“. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi máli sínu einnig til forseta Alþingis: „Ég tel nú að ummælin stappaði nærri að vera vítaverð eins og þingsköp kveða á um ekki eingöngu vegna þess að í þeim fólst endurteking á aðdróttunum og ærumeiðingum í garð háttvirts þingmanns Ásmundar Friðrikssonar heldur líka vegna þess að það er auðvitað verið að gera lítið úr þeirri málsmeðferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þingsins bæði af hálfu hæstvirtrar forsætisnefndar og siðanefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sérkennilegt að háttvirtur þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar forsögu málsins, hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásökunum hans og fleiri hefur verið svarað.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. 21. maí 2019 09:08 Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. 20. maí 2019 14:54 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15
Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. 21. maí 2019 09:08
Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. 20. maí 2019 14:54