Enski boltinn

Vincent Kompany ákvað að hætta eftir markið á móti Leicester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vincent Kompany á sigurhátið Manchester City í gær.
Vincent Kompany á sigurhátið Manchester City í gær. Getty/ Molly Darlington
Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, er á förum frá Englandsmeisturunum til að gerast spilandi þjálfari hjá belgíska félaginu Anderlecht.

Í sigurskrúðgöngu Manchester City í gær viðurkenndi Kompany að hafa tekið þessa ákvörðun eftir leikinn á móti Leicester City þar sem hann skoraði stórglæsilegt og jafnframt rosalega mikilvægt sigurmark.

Kompany varð í vetur fyrsti fyrirliðinn til að lyfta öllum þremur bikurunum sem keppt er um á enska tímabilinu en Manchester City vann heimaþrennuna fyrst enskra liða.

Kompany tók líka við bikar eftir tvo síðustu leiki sína með Manchester City en liðið varð Englandsmeistari um þar síðustu helgi og enskur bikarmeistari um síðustu helgi.





„Um leið og skotið fór í markið á móti Leicester þá vissi ég að þetta væri komið gott. Ég gæti ekki gert betur,“ sagði Vincent Kompany.  Manchester City vann leikinn 1-0 og markið kom undir leiks. Án þess hefði titilinn mögulega endaði í herbúðum Liverpool.

Vincent Kompany vann ensku deildina fjórum sinnum með Manchester City, enska bikarinn tvisvar sinnum og enska deildabikarinn fjórum sinnum.

„Ég hef gefið allt sem ég gat til þessa félags. Ég get ekki lýst því hversu stoltur ég er. Ég á ekkert eftir til að gefa. Ég hef gefið allt mitt,“ sagði Kompany.





„Ég held að við eigum eftir að sakna hans mikið. Ég mun sakna hans en við eigum eftir að sjá meira af honum í framtíðinni því hann mun koma til baka fyrr eða síðar,“ sagði knattspyrnustjórinn Pep Guardiola.

„Það var ekki hægt að kveðja betur en með svona stórkostlegu tímabili. Hann var sannur fyrirliði og hjálpaði okkur mikið. Við ætlum að sýna honum hversu mikið við elskum hann,“ bætti Guardiola við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×