Enski boltinn

Guardiola: Verðum bara dæmdir af Meistaradeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pep Guardiola varði Englandsmeistaratitilinn með Manchester City á dögunum
Pep Guardiola varði Englandsmeistaratitilinn með Manchester City á dögunum vísir/getty
Manchester City vann um helgina enska bikarinn og kláraði þannig ensku þrennuna á tímabilinu en liðið fagnaði sigri í deild, deildarbikar og bikarnum.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, fagnar að sjálfsögðu mögnuðum árangri á enskri grundu en hann segir að liðið fái ekki hæstu einkunn hjá gagnrýnendum fyrr en að það klári líka Meistaradeildina.

„Ég sagði fyrir leikinn að ég veit að á endanum verðum við dæmdir af því hvort við vinnum Meistaradeildina. Ég veit að ekkert minna en það verður nóg fyrir menn,“ segir Pep Guardiola.

„Þetta er mér að kenna, ég veit það. Við vorum heppnir að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum þegar ég þjálfaði Barcelona og þá halda allir að ég sé eitthvað sérstakur og við þurfum að vinna Meistardeildina hérna líka.“

„Við höfum náð ótrúlegum árangri og sett stigamet en við höfum ekki náð að vinna Meistaradeildina jafnoft og hin liðin. Þetta vitum við en auðvitað langar okkur að vinna þetta,“ segir Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×