Valur tryggði sér fyrsta sætið í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna með stórsigri á ÍBV á Hásteinsvelli í dag.
Það voru heimakonur í ÍBV sem voru fyrstar til þess að setja boltann í markið en mark þeirra á 15. mínútu var dæmt af. Sex mínútum seinna voru Valskonur búnar að refsa, það var Fanndís Friðriksdóttir sem gerði það.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 3-0 í hálfleik fyrir Val.
Seinni hálfleikur byrjaði rólega en varamaðurinn Guðrún Karítas Sigurðardóttir átti frábæra innkomu í Valsliðið og skoraði tvö mörk á níu mínútna kafla stuttu eftir að hún kom inn á.
Guðrún Karítas lagði upp sjötta mark Vals fyrir Bergdísi Fanney Einarsdóttur á 79. mínútu. Undir lok leiksins náði Cloé Lacasse í sárabótamark fyrir ÍBV en sjöunda mark Vals kom í uppbótartíma eftir hornspyrnu Hallberu Guðnýjar Gísladóttur, Guðný Geirsdóttir markmaður ÍBV sló boltann í netið beint úr hornspyrnunni.
Valur vann leikinn 7-1 og fer með miklum krafti inn í 8-liða úrslitin.
Valur rúllaði yfir ÍBV í Eyjum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn