Viðskipti innlent

Fyrrverandi talsmaður Silicor Materials ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials.
Davíð Stefánsson, verkefnisstjóri Silicor Materials. Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Davíð Stefánsson, fyrrverandi stjórnarmaður og talsmaður Silicor Materials á Íslandi sem hugðist reisa sólarkísilvers í Hvalfirði, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hann tekur við sem annar tveggja ritstjóra blaðsins frá 1. júní. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Kjartan Hreinn Njálsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður landlæknis en hann stýrði blaðinu með Ólöfu Skaftadóttur.

Davíð varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1985, stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands 1995 og hlaut meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Harvard háskóla, John F. Kennedy School of Government, Bandaríkjum árið 1997.

Davíð hefur rekið eigið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 2009 einkum á sviði viðskipta- og verkefnaþróunar með áherslu á endurnýjanlega orku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru alþjóðleg ráðgjafafyrirtæki, bankar, fjárfestingasjóðir og orkufyrirtæki í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Evrópu og Asíu auk Íslands.

Hann hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi fyrir Emera Inc. Canada, Reykjavik Geothermal Ltd., Silicor Materials og Carbon Recycling International. Nánar má lesa um Davíð á Linkedin síðu hans.

Davíð hefur undanfarna mánuði verið með þætti á Hringbraut sem heitar Ísland og umheimurinn. Einn þátt má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×