Þrjú stig eru nauðsynleg í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 8. júní 2019 08:30 Það er mikil pressa á leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins sem mætir Albaníu í hádeginu. Liðið þarf á sigri að halda í baráttunni um að komast í lokakeppnina. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjölmiðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhaldið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í lokakeppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í farteskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leikmenn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu lokakeppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svipaðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugardalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigrinum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leikmannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er vongóður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leikmenn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfingunum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðsins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verkefnum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira