Hátt í níu þúsund ábendingar til Strætó á þremur árum Sylvía Hall skrifar 6. júní 2019 20:34 Kvartanirnar voru flestar árið 2016. Vísir/Vilhelm Í svari Strætó við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttir, borgarfulltrúa Flokks fólksins, kemur fram að fyrirtækinu hafi borist nærri níu þúsund ábendingar á árunum 2016 til 2018 vegna framkomu og aksturslags. Í bókun flokksins kemur fram að fjöldinn hafi komið verulega á óvart. Flestar ábendingarnar snúa að aksturslagi, framkomu vagnstjóra og tímasetningum. Notendur geta sent inn ábendingar í gegnum ábendingarform á heimasíðu, í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins eða með símtali. Einnig annast eftirlitsmenn gæðaúttektir.Kolbrún segir eitthvað mikið vera að í fyrirtækinu varðandi þjónustu við farþega. Vísir/VilhelmÓeðlilegur fjöldi ábendinga að mati borgarfulltrúa Kolbrún segist sjálf hafa átt von á um það bil hundrað til tvö hundruð ábendingum en ekki á þriðja þúsund og yfir. Flestar voru ábendingarnar árið 2016 eða 3.654 talsins. Þeim fækkaði svo niður í 2.536 árið 2017 en árið 2018 hafði þeim fjölgað á ný um rúmlega tvö hundruð. „Þetta er afar sérstakt. Flokkur fólksins spyr hvort kafað hafi verið ofan í þessu mál og unnið að því að fækka ábendingum verulega,“ segir í bókuninni. Þá er spurt hvort flestar kvartanir tengist tímasetningum eða hvort það snúi meira að háttsemi vagnstjóra. „Niðurstaðan í huga borgarfulltrúa Flokks fólksins þegar hann hefur séð þetta svar er að það er eitthvað mikið að í þessu fyrirtæki þegar kemur að þjónustu við farþega,“ skrifar Kolbrún og bætir við að slíkur fjöldi ábendinga sé ekki eðlilegur. Strætó Umferðaröryggi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira
Í svari Strætó við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttir, borgarfulltrúa Flokks fólksins, kemur fram að fyrirtækinu hafi borist nærri níu þúsund ábendingar á árunum 2016 til 2018 vegna framkomu og aksturslags. Í bókun flokksins kemur fram að fjöldinn hafi komið verulega á óvart. Flestar ábendingarnar snúa að aksturslagi, framkomu vagnstjóra og tímasetningum. Notendur geta sent inn ábendingar í gegnum ábendingarform á heimasíðu, í gegnum Facebook-síðu fyrirtækisins eða með símtali. Einnig annast eftirlitsmenn gæðaúttektir.Kolbrún segir eitthvað mikið vera að í fyrirtækinu varðandi þjónustu við farþega. Vísir/VilhelmÓeðlilegur fjöldi ábendinga að mati borgarfulltrúa Kolbrún segist sjálf hafa átt von á um það bil hundrað til tvö hundruð ábendingum en ekki á þriðja þúsund og yfir. Flestar voru ábendingarnar árið 2016 eða 3.654 talsins. Þeim fækkaði svo niður í 2.536 árið 2017 en árið 2018 hafði þeim fjölgað á ný um rúmlega tvö hundruð. „Þetta er afar sérstakt. Flokkur fólksins spyr hvort kafað hafi verið ofan í þessu mál og unnið að því að fækka ábendingum verulega,“ segir í bókuninni. Þá er spurt hvort flestar kvartanir tengist tímasetningum eða hvort það snúi meira að háttsemi vagnstjóra. „Niðurstaðan í huga borgarfulltrúa Flokks fólksins þegar hann hefur séð þetta svar er að það er eitthvað mikið að í þessu fyrirtæki þegar kemur að þjónustu við farþega,“ skrifar Kolbrún og bætir við að slíkur fjöldi ábendinga sé ekki eðlilegur.
Strætó Umferðaröryggi Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Sjá meira