Hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2019 13:30 Virgil van Dijk og Frenkie de Jong fagna og Matthijs de Ligt er ekki langt undan. Þessir þrír eru þegar komnir í hóp mest spennandi fótboltamanna heims í dag. Vísir/Getty Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019 Þjóðadeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Það er allt önnur ára yfir hollenska landsliðinu en síðustu ár og nú vilja allar hollenska stjörnurnar vera með og liðið er aftur líklegt til afreka. Hollendingar urðu í þriðja sæti á HM í Brasilíu 2014 en næstu fjögur ár á eftir voru þeim afar erfið. Liðið sem mætir Englendingum í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í kvöld er aftur á móti eitt mest spennandi landslið heims í dag. Leikur Hollands og Englands hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Liðið sem vinnur mætir Portúgal í úrslitaleiknum á sunnudaginn en í boði þar er fyrsti Þjóðadeildartitillinn.Matthijs de Ligt Frenkie de Jong Donny van de Beek "To have that amount of talent coming through at the same time, it's a really exciting time ahead for Dutch football."@GKPaulRobinson on the Netherlands' brilliant blend of youth, experience and talent.#NEDENGpic.twitter.com/ylqyGZNrid — beIN SPORTS (@beINSPORTS) June 5, 2019Það má kannski segja að hollenska landsliðið loksins búið að jafna sig eftir Íslandsmartröðina en það voru tvö töp á móti Íslandi í undankeppni EM 2016 sem sáu öðru fremur til þess að Hollendingar voru heima í sófa þegar Evrópumótið fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Ísland vann fyrst 2-0 á Laugardalsvellinum í október 2014 og svo 1-0 í Amsterdam í september 2015. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði öll þrjú mörkin. Íslenska landsliðið skildi Holland eftir í riðlinum (fékk sjö stigum meira) og sló síðan í gegn með því að komast alla leið í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti í karlaflokki. Hollendingar náðu ekki að rífa sig upp í næstu undankeppni og sátu líka eftir í undankeppni HM 2018 þar sem Frakkland og Svíþjóð komust áfram. Frakkar urðu síðan heimsmeistarar og Svíar komust í átta liða úrslitin þannig að þetta var mjög sterkur riðill.'Everybody wants to play' Netherlands have revived their fortunes after missing out on Euro 2016 and the 2018 World Cup. Here's why the feel-good factor is back ahead of the Nations League semi-final against England https://t.co/RdKWi9Nezgpic.twitter.com/UN10YKVvBa — BBC Sport (@BBCSport) June 6, 2019Hollendingar hafa nú gengið í gegnum stór kynslóðarskipti og hafa á síðustu árum eignast nýja frábæra leikmenn í fremstu röð. Liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og skildi þá eftir heimsmeistara Frakka og öflugt lið Þýskalands. Liðið er því þegar byrjað að sýna styrk sinn og í kvöld mætir liðið frábæru ensku landsliði sem komst í undanúrslitin á HM í fyrrasumar. Virgil van Dijk, miðvörður Evrópumeistara Liverpool, hefur nú tekið við fyrirliðabandinu og við hlið hans er Matthijs de Ligt, nítján ára fyrirliði Ajax sem sló í gegn í Meistaradeildinni á nýloknu tímabili. Vörnin er því skipuð miklum leiðtogum og þá er meiri samheldni og meiri leikgleði ríkjandi innan liðsins. Framar á vellinum verður spennandi að fylgjast með Frenkie de Jong, nýjum leikmanni Barcelona, Donny van de Beek hjá Ajax og Memphis Depay, sem fann sig ekki hjá Manchester United en hefur síðan slegið í gegn á meginlandinu. Evrópumeistarinn Georginio Wijnaldum hjá Liverpool er líka inn á miðjunni ef hann kemst í liðið. Þjóðadeildin er tilvalið tækifæri fyrir Hollendinga til að stimpla sig inn á ný meðal bestu knattspyrnuþjóða heims. Þeir unnu síðasta titil á EM 1988 með Ruud Gullit og Marco Van Basten í fararbroddi og þeir appelsínugulu hafa því þurft að bíða í meira en þrjátíu ár eftir titli.With arguably the best centre-back partnership in world football, Ronald Koeman is bringing the Netherlands back to their glory years, utilising an exciting crop of young players! Hit if you think Netherlands win the Nations League pic.twitter.com/8k67e3XCdP — Coral (@Coral) June 6, 2019
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira