Eflum fullveldi Íslands Kjartan Þór Ingason skrifar 4. júní 2019 16:08 Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni um þriðja orkupakkann, sem hefur vægast sagt fengið talsverða athygli í samfélaginu seinustu misseri, er oft minnst á Samninginn um Evrópska Efnhagsvæðið (EES). Samningurinn hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á íslenskt samfélag seinastliðin 25 ár. Aðild Íslands að samningnum hefur bætt lífskjör landsmanna, tryggt íslenskum fyrirtækjum aðgang að evrópskum mörkuðum, bætt neytendavernd, og veitt Íslendingum frelsi til að starfa, stunda nám og setjast að hvar sem er innan EES-svæðisins svo fátt eitt sé nefnt. Þrátt fyrir alla fjölmörgu kosti EES-samningsins hefur samningurinn ýmsa vankanta, til að mynda er varða samningsstöðu Íslands. EES-samningurinn byggir á hugmyndafræði um hið svo kallaða tveggja stoða kerfis, sem þýðir að Ísland ásamt Noregi og Lichtenstein skuldbinda sig til að innleiða drjúgan hluta reglugerða og tilskipana aðildaríkja ESB þrátt fyrir að vera ekki meðlimir að Sambandinu, gegn því að fá aðild að innri markaði ESB. Í stuttu máli ber íslenska ríkinu skylda til að innleiða viðeigandi tilskipanir og reglugerðir án þess að koma að málsmeðferð þeirra með beinum hætti frá upphafi innan framkvæmdarstjórnar ESB, án aðkomu innan ráðherraráðs ESB og án þáttökuréttar til atkvæðagreiðslu innan Evrópuþingsins.En hvernig er hægt að bæta þennan vanda? Þó EES-ríkin geti vissulega komið athugasemdum sínum um efnisatriði mála á framfæri til framkvæmdarstjórnar ESB í gegnum sameiginlegu EES-nefndina, þá hefst það ferli ekki fyrr en á síðari hluta málefnavinnunnar. Sú staða er ekki ósvipuð því að taka þátt í kökubakstri en fá einungis að koma með hugmynd að uppskrift eftir að deigið er komið í formið. Þetta atriði skiptir veigamiklu máli fyrir hagsmuni Íslands, enda er mun auðveldara að hafa áhrif á þróun tilskipana og reglugerða ESB í upphafi málefnavinnunnar frekar en á lokametrum málaundirbúnings. Með inngöngu Íslands í ESB myndi staðan gjörbreytast og styrkja samningsstöðu landsins. Ísland fengi einn fulltrúa í framkvæmdarstjórn ESB líkt og öll önnur aðildaríki, ráðherrar landsins fengju sæti í ráðherraráði ESB og Ísland fengi þjóðkjörna þingmenn inn á Evrópuþingið. Þar að leiðandi myndi Ísland öðlast sæti við borðið sem fullvalda ríki í samstarfi við önnur fullvalda ríki og tæki virkan þátt í mótun sameiginlegra reglugerða frá hugmyndarstigi til endapunkts. Sumir telja að inganga Íslands í ESB sé ógn við fullveldi landsins, en ég tel að þvert á móti muni aðild Íslands að Sambandinu ekki einungis bjóða upp á aukin lífsgæði fyrir landsmenn heldur einnig styrkja fullveldi Ísland í samanburði við núverandi fyrirkomulag. Í stað þess að þurfa hokra frammi á gangi í þeirri von um að vinaþjóðir okkar komi áherslum okkar á framfæri getum tekið málin í okkar eigin. Máltækið segir að margur er klár þótt hann sé smár og Ísland hefur sýnt það og sannað að þó við séum ekki fjölmennt samfélag höfum við alla burði til að vera virkur þáttakandi í alþjóðasamfélaginu. Tökum umræðuna, krefjumst þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn Íslands í ESB og styrkjum áhrif Íslands í mótun ESB/EES reglugerða sem fullvalda ríki meðal fullvaldra ríkja. Það er tími til kominn að Alþingi sýni það og sanni að það treysti landsmönnum til að ákvarða eigin framtíð.Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur og situr í stjórn Ungra Evrópusinna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar