Íslenski boltinn

„Þarf að klára bestu liðin líka til að taka titilinn“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hallbera Guðný Gísladóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir s2 sport
Stórleikur 8-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna er viðureign Þór/KA og Vals.

Valskonur eru taplausar í deildinni og tróna á toppi hennar. Þær komust áfram í 8-liða úrslitin með stórsigri á ÍBV.

„Þetta var ekki óskamótherjinn en það þarf að klára bestu liðin líka til þess að taka titilinn,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður Vals, eftir dráttinn.

Í karlaflokki fer eina Inkassodeildarliðið sem eftir er, Njarðvík, í heimsókn á Meistaravelli og mætir KR.

„Þeir eru búnir að ná í mjög fín úrslit í fyrstu deildinni í sumar. Við erum að fylgjast með öllum liðum hvort sem er en þurfum að fylgjast extra vel með þeim núna,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR.

Breiðablik, sem fékk silfrið í bikarnum í fyrra, fær Fylki í heimsókn. Liðin mætast einnig í næstu umferð Pepsi Max deildarinnar.

„Það eru engin leyndarmál í þessu og við vitum hvað Fylkir stendur fyrir, þeir eru gríðarlega vinnusamir og við þurfum að byrja á því að mæta þeim þar,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×