Atkvæðagreiðsla um lengri þingfund tók þrjú korter Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 12:08 Ekki voru allir á eitt sáttir á þingi í morgun við tillögu forseta um að lengdan þingfund og vildu fá skýrari svör um það hvort til stæði að funda inn í nóttina. vísir/vilhelm Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27. Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27.
Alþingi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira