Allir miðlar með sinn fulltrúa Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í, segir Hlynur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýningin Vor en þar sýna norðlenskir myndlistarmenn verk sín. Venjulega tökum við ekki á móti umsóknum um sýningar en þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í. Þeir senda inn tillögur að þremur verkum og fimm manna dómnefnd velur verk og listamenn,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri listasafnsins en hann var í hópi þeirra sem sátu í dómnefnd. „Þetta er í þriðja sinn sem við höldum sýningu eins og þessa, sú fyrsta var 2015 og önnur sýningin fyrir tveimur árum. Að þessu sinni sýna 30 listamenn tæplega 40 verk.“Endurspeglun fjölbreytileika Forsenda þátttöku var að myndlistarmennirnir búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. „Við erum ekki að skilgreina ítarlega hvað er að vera norðlenskur listamaður. Það nægir að listamaðurinn sé fæddur á Norðurlandi en búi annars staðar, það er nóg að hafa verið í námi á Norðurlandi eða búið þar einhvern tíma. Fólk skilgreinir sig sjálft sem norðlenska listamenn. Þetta árið búa um tveir þriðju þátttakenda fyrir norðan.“ Hlynur segir mikla fjölbreytni einkenna sýninguna. „Þarna eiga allir miðlar sinn fulltrúa: textíll, málverk, skúlptúrar, innsetningar, ljósmyndir, teikningar og svo framvegis. Verkin endurspegla fjölbreytileikann í því sem er að gerast hjá norðlenskum listamönnum. Ég er stundum spurður hvort norðlensk list sé eitthvað öðruvísi en sunnlensk list eða höfuðborgarlist. Mitt svar er að það sé mjög erfitt að skilgreina það á sama hátt og erfitt er að skilgreina íslenska list,“ segir Hlynur. Sýningin stendur fram í september.Verk eftir listakonuna Jonnu en hún sýnir heklaða, hangandi skúlptúra.Tólf mismunandi rými Ekki er langt síðan miklar endurbætur voru gerðar á Listasafninu á Akureyri og það stækkað verulega. „Við erum mjög ánægð með þessa stækkun á safninu sem var löngu tímabær og ánægðust erum við með viðbrögðin sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum núna með 12 mismunandi rými þannig að við getum verið með 5-7 sýningar í gangi í einu,“ segir Hlynur. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri sýningin Vor en þar sýna norðlenskir myndlistarmenn verk sín. Venjulega tökum við ekki á móti umsóknum um sýningar en þetta er eina sýningin á tveggja ára fresti sem listamenn sækja um að taka þátt í. Þeir senda inn tillögur að þremur verkum og fimm manna dómnefnd velur verk og listamenn,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri listasafnsins en hann var í hópi þeirra sem sátu í dómnefnd. „Þetta er í þriðja sinn sem við höldum sýningu eins og þessa, sú fyrsta var 2015 og önnur sýningin fyrir tveimur árum. Að þessu sinni sýna 30 listamenn tæplega 40 verk.“Endurspeglun fjölbreytileika Forsenda þátttöku var að myndlistarmennirnir búi eða starfi á Norðurlandi eða hafi tengingu við svæðið. „Við erum ekki að skilgreina ítarlega hvað er að vera norðlenskur listamaður. Það nægir að listamaðurinn sé fæddur á Norðurlandi en búi annars staðar, það er nóg að hafa verið í námi á Norðurlandi eða búið þar einhvern tíma. Fólk skilgreinir sig sjálft sem norðlenska listamenn. Þetta árið búa um tveir þriðju þátttakenda fyrir norðan.“ Hlynur segir mikla fjölbreytni einkenna sýninguna. „Þarna eiga allir miðlar sinn fulltrúa: textíll, málverk, skúlptúrar, innsetningar, ljósmyndir, teikningar og svo framvegis. Verkin endurspegla fjölbreytileikann í því sem er að gerast hjá norðlenskum listamönnum. Ég er stundum spurður hvort norðlensk list sé eitthvað öðruvísi en sunnlensk list eða höfuðborgarlist. Mitt svar er að það sé mjög erfitt að skilgreina það á sama hátt og erfitt er að skilgreina íslenska list,“ segir Hlynur. Sýningin stendur fram í september.Verk eftir listakonuna Jonnu en hún sýnir heklaða, hangandi skúlptúra.Tólf mismunandi rými Ekki er langt síðan miklar endurbætur voru gerðar á Listasafninu á Akureyri og það stækkað verulega. „Við erum mjög ánægð með þessa stækkun á safninu sem var löngu tímabær og ánægðust erum við með viðbrögðin sem hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Við erum núna með 12 mismunandi rými þannig að við getum verið með 5-7 sýningar í gangi í einu,“ segir Hlynur.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira