Skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2019 06:15 Ásmundur Einar segir að búast megi við frekari breytingum á kerfinu. Fréttablaðið/Eyþór Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, mælir í dag fyrir frumvarpi þess efnis að svokallaðri krónu á móti krónu skerðingu verði breytt. Er lagt til að atvinnutekjur skerði sérstaka framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega um 65 aura á krónu í staðinn. Þá er lagt til að í stað þess að bakreikningur sé sendur öryrkjum í árslok verði gert uppgjör mánaðarlega. „Þessar breytingar eru hugsaðar með það að markmiði að það sé aukinn hvati fyrir fólk að fara út á vinnumarkaðinn,“ segir Ásmundur. Ásmundur segir frumvarpið vera lið í breytingum á félagsmálakerfinu. „Breytingarnar sem við erum að gera þarna eru breytingar sem ríma síðan við það sem mun taka við í nýja kerfinu, en við erum að stíga fyrsta skrefið. Þannig, já, það má búast við frekari breytingum.“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist mjög sátt með þann lið frumvarpsins sem snýr að því að bakreikningarnir verði ekki lengur fyrir heilt ár heldur breytist þeir í mánaðarlegar greiðslur. „Við erum búin að bíða eftir því síðan á síðasta ári, frá því að við fengum staðfestingu á því að hægt væri að taka upp samtíma keyrslu á örorkulífeyri svo að fólk væri ekki að fá þessa hræðilegu bakreikninga,“ segir Þuríður. Þegar kemur að liðnum sem snýr að krónu á móti 65 aurum segir Þuríður að Öryrkjabandalagið hafi viljað afnema skerðinguna algjörlega. „Mér finnst þetta dálítið aumt bara. Það er búið að hringla um þetta svo lengi og það var alltaf talað um það að þegar það ætti að fara að breyta almannatryggingakerfinu ætti að fara að vera hægt að taka út þessa skerðingu.“ Þó sé verið að taka jákvætt skref. „Vonandi gengur þetta í gegn svo þessir peningar geti farið í notkun því að ekki veitir af.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira