Langar ræður bannaðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. júní 2019 08:30 Arnaldur Halldórsson, Þórey Lilja Benjamínsdóttir, Sigyn Blöndal, Hilmar Máni Magnússon og Lísbet Freyja Ýmisdóttir. Fréttablaðið/Anton Brink Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Söguverkefnið hefur verið í gangi frá október 2018 þangað til nú svo að verðlaunathöfnin annað kvöld, sunnudag, er stór lokaviðburður á margra mánaða vinnu,“ segir Sigyn Blöndal hjá KrakkaRÚV sem lofar skemmtilegri hátíð í sjónvarpssal þar sem hún verður aðalkynnir kvöldsins. Hún segir mikið efni hafa borist frá börnum fyrir atbeina þessa verkefnis og nefnir sögur, leikrit, stuttmyndir. Samstarfsaðilarnir hafi farið yfir það og valið verðlaunaverk. „Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar hafa valið verk til að setja á svið og útvarpsleikhúsið eitt til flutnings. Menntamálastofnun velur verðlaunasögur og gefur út rafbókina RISAstórar smáSÖGUR. Við tökum síðan stuttmyndahandritin og framleiðum sjónvarpsefni.“ Sigyn segir börnin afkastamikla rithöfunda. „Við höfum haldið námskeið í skapandi skrifum og erum í samstarfi við skóla. Þar eru heilu bekkirnir að senda okkur smásögur. Það er hvetjandi fyrir krakka að vita að framlag þeirra gæti endað í rafbók, sem leikverk á sviði eða stuttmynd. Rafbókin verður opnuð á hátíðinni á morgun. Þar verður þétt klukkutíma dagskrá með skemmtiatriðum og salurinn verður fullur af stjörnum. En langar ræður verða bannaðar og kalla á refsingu í formi slíms eða sápukúluskothríðar!“ Hugmyndin á bak við hátíðina er að upphefja barnamenningu að sögn Sigynjar. „Þarna fá krakkar tækifæri til að velja það sem var best gert í barnamenningu á Íslandi síðastliðið ár og þau fá verðlaun fyrir sín skapandi verk. Þegar fagleg umgjörð er sett í kringum verk barna, þá blómstrar allt.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Menning Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira