Sama áhætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. júní 2019 19:15 Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka. Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður undanfarið á höfuðborgarsvæðinu fela í sér sömu hættu á gróðureldum og annar staðar á landinu. „Í þessari þurrkatíð og með þennan mikla gróður þá er í rauninni sama hættan hér á höfuðborgarsvæðinu og í strjábýli, þ.e. hér gróður, það blæs aðeins og það er eldhætta,“ segir Birgir. Hann segir hins vegar að yfirleitt sé önnur staða uppi á höfðuborgarsvæðinu þegar kemur að flóttaleiðum en á sumarhúsasvæðum eins og t.d. í Skorradal. Mikilvægt að vakning verði um eldshættu Hann nefnir að víða í borginni séu gróðursæl útivistarsvæði í nálægð við byggð sem umgangast beri af varúð. „Við erum með Elliðaárdalinn sem er innan um byggð, Hellisgerði og Hvaleyrarvatn svo dæmi séu tekinn og svo erum við líka með útivistasvæði sem fela í sér mikil verðmæti en eru ekki í nálægð við byggð,“ segir Birgir. Hann telur mikilvægt að vakning verði um þessi mál. „Þetta er áhætta sem við Íslendingar þurfum að fara að huga meira að þá bæði við þessir opinberu aðilar og almenningur,“ segir Birgir. Íhuga þarf að setja upp brunahólf Birgir segir að eftir þurrkanna á Norðurlöndum síðasta sumar og gróðurelda samfara þeim sé víða verið að undirbúa brunahólf eða varnalínur þar. „Þetta er líka hlutir sem við þurfum að horfa til og kanna vel hvort ekki eigi að setja upp slíkar varnalínur hér á landi. Við megum ekki gera lítið úr því Íslendingar að þetta geti bara ekki gerst hér á landi.“ segir Birgir. Hann brýnir fyrir fólki að fara afar varlega með allan opinn eld og að vera ekki með grill of nálægt íbúðahúsum en heldur ekki of nálægt gróðri. Þá bendir hann á til umhugsunar að síðasta sumar hafi verið bannað að nota einnotagrill í Noregi vegna þurrka.
Borgarbyggð Slökkvilið Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24 Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49 Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. 16. júní 2019 11:24
Tilræði við almannaöryggi að kveikja elda í Skorradal Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal. 16. júní 2019 12:49
Sumarhúsaeigendur í Skorradal ósáttir við ummæli varaslökkviliðsstjóra Stjórn sumarhúsafélagsins Fitjahlíðar í Skorradal gagnrýnir ummæli varaslökkviliðsstjóra Borgarbyggðar um að óbreyttir borgarar þvælist fyrir við slökkvistarf. Fjölmörg dæmi séu um að almenningur hafi skipt sköpum þegar eldar hafa kviknað í dalnum. 17. júní 2019 13:30