Icelandair fellir niður flug til Tampa Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júní 2019 08:00 Þrjár Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair á athafnasvæði Boeing í Seattle þar sem þær bíða þess að kyrrsetningu vélanna verði aflétt. Getty/ David Ryder Icelandair mun frá og með september næstkomandi hætta áætlunarflugi til Tampa á Florida, um tveimur árum eftir að áætlunarflug þangað hófst. Flugfélagið hefur flogið þangað fjórum sinnum í viku og flutti tæplega 25 þúsund farþega til Tampa í fyrra. Icelandair mun áfram fljúga til Orlando á Florida, en um 140 kílómetrar eru þaðan til Tampa. Flogið verður 5 til 7 sinnum í viku. Flugfélagið flýgur jafnframt til 13 annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. „Við erum alltaf að vega og meta leiðarkerfið hjá okkur og höfum verið að endurskoða það að vera með tvo áfangastaði í Flórída. Þetta er niðurstaðan - við teljum það skila betri árangri að sameina þessa áfangastaði og einbeita okkur að Orlando,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair greindi stjórnendum alþjóðaflugvallarins í Tampa frá áformum sínum í síðasta mánuði, að sögn talsmanns flugvallarins, án þess þó að tilgreina hvað byggi að baki ákvörðuninni. Icelandair hefur þó þurft að hagræða í leiðakerfi sínu vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotunum, sem voru um 14 prósent flugvélaflota félagsins. Til að mynda flýgur Icelandair ekki lengur til Cleveland, Halifax og Nova Scotia.Sjá einnig: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél IcelandairÞrátt fyrir að Icelandair hafi aðeins flutt um 0,1 prósent af öllum farþegum sem fóru um alþjóðaflugvöllinn í Tampa þá eru efnhagsleg áhrif áætlunarflugsins sögð töluverð. Þannig er áætlað í þarlendum miðlum að áætlunarflugið hafi skapað 259 störf í Tampa og að bein efnahagleg áhrif þess hafi numið rúmið 14 milljónum dala, 1,7 milljörðum króna, árlega.Fréttin var uppfærð eftir að svör bárust frá Icelandair Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Hætta við flug til Halifax og Cleveland Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. 27. mars 2019 07:33 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Icelandair mun frá og með september næstkomandi hætta áætlunarflugi til Tampa á Florida, um tveimur árum eftir að áætlunarflug þangað hófst. Flugfélagið hefur flogið þangað fjórum sinnum í viku og flutti tæplega 25 þúsund farþega til Tampa í fyrra. Icelandair mun áfram fljúga til Orlando á Florida, en um 140 kílómetrar eru þaðan til Tampa. Flogið verður 5 til 7 sinnum í viku. Flugfélagið flýgur jafnframt til 13 annarra áfangastaða í Bandaríkjunum. „Við erum alltaf að vega og meta leiðarkerfið hjá okkur og höfum verið að endurskoða það að vera með tvo áfangastaði í Flórída. Þetta er niðurstaðan - við teljum það skila betri árangri að sameina þessa áfangastaði og einbeita okkur að Orlando,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Icelandair greindi stjórnendum alþjóðaflugvallarins í Tampa frá áformum sínum í síðasta mánuði, að sögn talsmanns flugvallarins, án þess þó að tilgreina hvað byggi að baki ákvörðuninni. Icelandair hefur þó þurft að hagræða í leiðakerfi sínu vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX-þotunum, sem voru um 14 prósent flugvélaflota félagsins. Til að mynda flýgur Icelandair ekki lengur til Cleveland, Halifax og Nova Scotia.Sjá einnig: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél IcelandairÞrátt fyrir að Icelandair hafi aðeins flutt um 0,1 prósent af öllum farþegum sem fóru um alþjóðaflugvöllinn í Tampa þá eru efnhagsleg áhrif áætlunarflugsins sögð töluverð. Þannig er áætlað í þarlendum miðlum að áætlunarflugið hafi skapað 259 störf í Tampa og að bein efnahagleg áhrif þess hafi numið rúmið 14 milljónum dala, 1,7 milljörðum króna, árlega.Fréttin var uppfærð eftir að svör bárust frá Icelandair
Bandaríkin Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Hætta við flug til Halifax og Cleveland Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. 27. mars 2019 07:33 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Hætta við flug til Halifax og Cleveland Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta við fyrirhugað áætlunarflug til borganna Cleveland og Halifax í sumar. 27. mars 2019 07:33