„Börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum“ Sylvía Hall skrifar 17. júní 2019 14:33 Katrín sagðist vona að ungt fólk fengi sterkari rödd í samfélaginu. Vísir/Vilhelm „Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín. 17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Það væri áhugavert ef samstaðan hér í þingsal væri alltaf með þessum hætti,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún tók við ályktunum ungmennaþings sem fram fór í dag. Hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára settust í sæti Alþingismanna í dag og ræddu um þrjú málefni sem voru tekin fyrir á þingi dagsins. Málefnin voru valin af ungmennunum sjálfum og urðu jafnréttismál, umhverfismál og heilbrigðismál fyrir valinu. Umræðurnar voru fjörlegar en jafnframt skein í gegn að allt voru þetta málefni sem voru ungmennunum hjartans mál.Sjá einnig: Ungmenni leggja Alþingi línurnar „Ég fór að hugsa á meðan ég var að hlusta á ykkur tala, hvernig væri heimurinn og Ísland ef börn og ungmenni hefðu meira að segja um það hvernig heiminum er stjórnað? Hvernig væri forgangsröðun þeirra sem ráða heiminum ef börn og ungmenni hefðu sterkari rödd, væri jafn ófriðsamlegt um að litast?“ spurði Katrín og bætti við að hún væri viss um að svo væri ekki. „Ég held að börn og ungmenni myndu forgangsraða öðrum hagsmunum en þeim sem oft eru settir efst á dagskrá í samfélagi þjóðanna.“ Hún segir þingfund dagsins vera merkilegan og þýðingarmikinn. Hann sé liður í því að ungt fólk öðlist sterkari rödd í samfélaginu og hafi meiri áhrif í ákvarðanatöku stjórnvalda. Hún sé þakklát fyrir að geta heyrt sjónarmið unga fólksins. Loftlagsmál voru Katrínu ofarlega í hugsa rétt eins og í huga ungmennanna og sagði hún þær aðgerðir sem stjórnvöld grípa til núna skipta máli fyrir komandi kynslóðir. Þá sagði hún ábendingar ungmennanna um jaðarsetningu fatlaðs fólks eiga fullkomlega rétt á sér, slík jaðarsetning væri ekki ný af nálinni og samfélagið gæti gert betur því allir ættu skilið jöfn tækifæri. „Við eigum öll skilið jöfn tækifæri, tækifæri til að þroska og þróa hæfileika okkar og lifa góðu og hamingjusömu lífi,“ sagði Katrín.
17. júní Alþingi Börn og uppeldi Menning Tengdar fréttir Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24 75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ungmenni lögðu Alþingi línurnar Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum. 17. júní 2019 14:24
75 ára afmæli lýðveldisins fagnað Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður. 17. júní 2019 07:00