Amanda Knox óttast að verða fyrir árásum og áreiti á Ítalíu Sylvía Hall skrifar 15. júní 2019 16:31 Knox ávarpaði ráðstefnugesti og sagðist ekki hafa komið nálægt morðinu á Meredith Kercher. Vísir/Getty Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Hin 32 ára gamla Amanda Knox segist vera hrædd um að verða fyrir árásum og ásökunum á Ítalíu en hún sneri aftur þangað í fyrsta sinn nú á dögunum eftir að hún var sýknuð af áfrýjunardómstól af morðinu á sambýliskonu sinni árið 2011. BBC greinir frá. Knox er stödd á Ítalíu til þess að tala á ráðstefnu um réttlæti í dómskerfinu en hún var áður búsett á Ítalíu í bænum Perugia árið 2007 þar sem hún lagði stund tungumálanám. Á meðan dvölinni stóð fannst Meredith Kercher, vinkona hennar og sambýliskona, myrt á heimili þeirra. Knox, sem var tvítug á þeim tíma, var dæmd fyrir morðið ásamt þáverandi kærasta sínum Raffaele Sollecito og fékk málið mikla umfjöllun um allan heim og má meðal annars finna heimildarmynd um málið á streymiveitunni Netflix. Þegar Kercher fannst hafði hún verið skorin á háls og bentu áverkar á líkama hennar til þess að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi.Sjá einnig: Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Málið fór aftur fyrir hæstarétt á Ítalíu árið 2014 eftir að þau voru bæði sýknuð af áfrýjunardómstól árið 2011 en niðurstaðan var sú sama og voru þau aftur sýknuð. Rudy Guede, 32 ára gamall maður frá Fílabeinsströndinni sem búsettur er á Ítalíu, afplánar nú sextán ára fangelsisdóm vegna málsins en fingraför hans fundust á vettvangi. Knox segist óttast að endurkoma hennar muni valda henni óþægindum og sagði hún við ráðstefnugesti að hún hefði áhyggjur af því að nýjar ásakanir myndu koma fram. Hún hélt því þó til streitu að hún væri alfarið saklaus af morðinu. Þá sagði hún marga hafa varað sig við því að snúa aftur og töldu hana klikkaða fyrir það.Knox sagði það ekki hafa verið auðvelt að snúa aftur til Ítalíu og talaði opinskátt um það á ráðstefnunni.Vísir/Getty
Amanda Knox Bandaríkin Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03 Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00 Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Bandaríkin gætu þurft að framselja Amöndu Knox "Reynum við að fá uppljóstrarann Edward Snowden framseldan til Bandaríkjanna en komast svo sjálf hjá því að framselja manneskju sem dæmd er fyrir morð?“ 31. janúar 2014 16:03
Fyrsta sýnishornið úr kvikmynd um Amöndu Knox Michael Winterbottom leikstýrir kvikmyndinni Face Of An Angel. 5. febrúar 2014 14:00
Hæstiréttur Ítalíu sýknar Amöndu Knox Hæstiréttur á Ítalíu hefur sýknað hina bandarísku Amöndu Knox og Ítalann Raffaele Sollecito af ákæru um að hafa orðið Meredith Kercher að bana árið 2007. 27. mars 2015 22:01