Enski boltinn

Sarri fer ekki til Juventus fyrr en arftaki hans er fundinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sarri vann fyrsta titilinn á ferlinum þegar hann stýrði Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni
Sarri vann fyrsta titilinn á ferlinum þegar hann stýrði Chelsea til sigurs í Evrópudeildinni vísir/getty
Maurizio Sarri verður ekki kynntur sem nýr knattspyrnustjóri Juventus þar til Chelsea er búið að finna eftirmann hans.

Helsta fréttin í félagsskiptamálum það sem af er sumri eru væntanleg skipti Sarri yfir til Juventus. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að allt væri orðið tilbúið og félögin hefðu komist að samkomulagi.

Sky á Ítalíu segir hins vegar núna að ekkert verði gert opinbert fyrr en Chelsea gangi frá arftaka Sarri.

Efstur á óskalista Chelsea er fyrrum leikmaður félagsins, Frank Lampard. Lampard var á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri nýliðinn vetur þar sem hann fór með Derby í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Derby er undirbúið fyrir tilboð í stjórann en hefur enn ekki fengið neitt eftir því sem heimildir Sky komast næst.

Lampard var 13 ár hjá Chelsea sem leikmaður, vann Englandsmeistaratitilinn þrisvar, fjóra bikarmeistaratitla, Evrópudeildina og Meistaradeildina og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×