Stefna á að semja um þinglok í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:38 Það er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem boðar formenn flokkanna til fundar klukkan 16 til að reyna að semja um þinglok. vísir/vilhelm Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Klukkan fjögur hefst fundur formanna þeirra flokka sem sæti eiga á þingi í Alþingishúsinu. Á fundinum er stefnt að því að semja um þinglok og eru allar líkur taldar á því að flokkarnir nái saman um hvernig ljúka skal þingi samkvæmt heimildum Vísis en fjallað var um málið fyrr í dag á vef Kjarnans. Fundað var um málið frá klukkan 11:30 í dag og til um það bil 14:30 og miðaði þá nokkuð í samningaviðræðunum. Í raun er um tvíhliða samkomulag að ræða, ef af verður, þar sem ríkisstjórnin semur annars vegar við Miðflokkinn um þriðja orkupakkann og hins vegar við hina stjórnarandstöðuflokkana fjóra um önnur mál. Samkomulagið felur það í sér að síðsumarþing verði þar sem orkupakkamálin verða rædd í tvo til þrjá daga og þá munu nokkur þingmannamál frá stjórnarandstöðu verða afgreidd fyrir þinglok.Sjá einnig:Stjórnarandstaðan óttast fullnaðarsigur Miðflokksins Frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um þjóðarsjóð verður ekki afgreitt á þessu þingi en frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlits verður hins vegar afgreitt. Þá verður frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fiskeldi einnig klárað fyrir þinglok sem og breytt fjármálastefna og frumvarp menntamálaráðherra um eitt leyfisbréf til kennslu. Ljúka átti þingi í síðustu viku en það hefur reynst þrautin þyngri að semja um þinglok, meðal annars vegna andstöðu Miðflokksins við orkupakkann og svo andstöðu annarra stjórnarandstöðuflokka við nokkur önnur mál. Stefnt er á að ljúka þingi á laugardagskvöld samkvæmt heimildum Vísis en þing gæti þó dregist fram í næstu viku þar sem stór mál bíða afgreiðslu á lokametrunum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Tengdar fréttir Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30 Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01 Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Vonast til að frumvarp um hæfni kennara verði samþykkt í næstu viku Menntamálaráðherra vonast til að Alþingi samþykki í vikunni frumvarp um menntun og hæfni kennara. Kennurum án réttinda hefur fjölgað verulega á síðustu árum og er frumvarpið liður í aðgerðum til að bæta stöðu kennara. 9. júní 2019 19:30
Grunar að ríkisstjórnin vilji ekki svara fyrir þinglok Helga Vala segir að framkomu framkvæmdavaldsins við Alþingi grafa undan störfum þingsins. 13. júní 2019 14:01
Þriðji orkupakkinn enn aftarlega í dagskrá þingsins Þingfundi lauk rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi og hafði fundur þá staðið í þrettán tíma. 7. júní 2019 07:54