Bryan Singer greiðir 150 þúsund dollara vegna ásökunar um nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júní 2019 15:15 Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur fallist á að greiða 150 þúsund dollara til þess að útkljá ásökun á hendur honum um að hafa nauðgað 17 ára pilti árið 2003. Verði greiðslan samþykkt fellur niður málsókn gegn honum vegna meintrar nauðgunar. Upphæðin nemur tæplega 19 milljónum íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Það var í desember 2017 sem Cesar Sanchez-Guzman fór í mál við Singer. Sagði hann leikstjórann hafa nauðgað sér í partýi á snekkju í Seattle árið 2003. Ásökunin var sett fram skömmu eftir að Singer hafði verið rekinn sem leikstjóri Queen-myndarinnar Bohemian Rhapsody. Singer hefur alltaf neitað því að hafa nauðgað Sanchez-Guzman og lögmaður hans hefur ítrekað í tengslum við sektargreiðsluna nú að leikstjórinn heldur enn fram sakleysi sínu. Sanchez-Guzman var úrskurðaður gjaldþrota árið 2014 en gjaldþrotamál hans var opnað á ný í fyrra í kjölfar ásakana hans á hendur Singer. Sagði skiptastjóri þrotabús Sanchez-Guzman að ásökunin á hendur Singer hefðu ekki verið komnar fram þegar búinu var skipt upp á sínum tíma. Allur ágóði af málsókninni ætti því með réttu að renna til þeirra sem Sanchez-Guzman gat ekki gert upp við í gjaldþrotinu. „Ákvörðunin um að leysa málið með þessum hætti með skiptastjóranum er eingöngu viðskiptalegs eðlis, þar sem málaferlin hefðu gætu vel reynst dýrari en upphæðin sem skiptastjórinn fór fram á til að gera upp við þá sem áttu skuldir inni hjá skuldaranum þegar hann var úrskurðaður gjaldþrota,“ segir lögmaður Singer. Leikstjórinn hefur grætt að minnsta kosti 40 milljónir dollara á verðlaunamyndinni Bohemian Rhapsody þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá verkefninu, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Bandaríkin Hollywood MeToo Tengdar fréttir Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24 Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Hætta við tilnefningu Bohemian Rhapsody vegna ásakana um kynferðisbrot Fjórir menn stigu fram í vikunni og sökuðu Bryan Singer, leikstjóra myndarinnar, um að hafa brotið kynferðislega gegn þeim. 25. janúar 2019 14:24
Bryan Singer sakaður um kynferðisbrot gegn fjórum piltum Mennirnir stíga fram í langri grein í The Atlantic í dag. 23. janúar 2019 14:39