Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. júní 2019 06:15 Erlendir ferðamenn sem sóttu Ísland heim í maí voru heppnir með veður. Fréttablaðið/Eyþór Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira