Færri ferðamenn en rekstur Icelandair Hotels batnaði Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. júní 2019 06:15 Erlendir ferðamenn sem sóttu Ísland heim í maí voru heppnir með veður. Fréttablaðið/Eyþór Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Herbergjanýting Icelandair Hotels batnaði óvenjumikið í maí á milli ára miðað við aðrar hótelkeðjur. Það vekur athygli í ljósi þess að erlendum ferðamönnum fækkaði um fjórðung á milli ára í mánuðinum í kjölfar gjaldþrots WOW air. Hótelkeðjan seldi 31 prósent fleiri gistinætur í maí og nýtingin batnaði um rúm átta prósentustig, í 82,9 prósent. „Tölur Icelandair Hotels um bæði nýtingu og seldar gistinætur í maí komu á óvart,“ segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. „Það hefur komið opinberlega fram að félagið hafi lækkað meðalverð í kjölfar þess að horfur voru á umtalsverðum framboðssamdrætti á flugsætum til landsins.“ Til samanburðar segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, að það hafi verið samdráttur hjá þeirra hótelum. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keahótela, segir að nýtingin hjá keðjunni hafi minnkað lítillega á milli ára, það sé þó misjafnt eftir hótelum og landshlutum. Verð hafi þróast með svipuðum hætti. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, segir að nýtingin og verð hafi verið á pari miðað við maí árið áður. Elvar Ingi segir að það megi einnig hafa í huga að samsetning farþega í millilandaflugi Icelandair hafi reynst mjög sveigjanleg. „Þannig flutti Icelandair til að mynda rúmlega 30 prósent fleiri farþega til Íslands í maímánuði en á sama tíma í fyrra. Það gæti einnig hafa lagt hönd á plóg fyrir góðar hóteltölur í mánuðinum,“ segir hann.Elvar Ingi MöllerHildur Ómarsdóttir, forstöðumaður þróunar- og markaðssviðs Icelandair Hotels, sagði við vef Túrista að meðalverð hótelkeðjunnar hefði lækkað um sex prósent í maí miðað við árið áður en gistitekjur hefðu hækkað um átta prósent. Hún þakkaði bætta nýtingu aukningu í ráðstefnu- og hvataferðum. Icelandair Group vinnur að því að selja dótturfélagi malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation 80 prósenta hlut í Icelandair Hotels. Það var stofnað af malasíska auðkýfingnum Vincent Tan sem á velska knattspyrnuliðið Cardiff sem leikur í ensku úrvalsdeildinni. Aðspurður um ólíka þróun á gistináttatölum Icelandair Hotels og annarra hótela bendir Elvar Ingi á að Hagstofan hafi ekki enn birt þær upplýsingar fyrir maímánuð. „Aftur á móti má segja að tölurnar í apríl hafi verið blendnar. Samkvæmt þeim gáfu hótel á höfuðborgarsvæðinu nokkuð eftir hvað varðar nýtingu og fjölda gistinótta á meðan talsverður vöxtur var í fjölda gistinótta á hótelum utan höfuðborgarsvæðisins. Þær upplýsingar sem við höldum utan um, og ná fram í apríl, benda aftur á móti til þess að herbergjaverðin á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað í krónum talið undanfarna mánuði,“ segir Elvar Ingi. Að hans sögn hafi tölur á undanförnum vikum hvað varðar fjölda ferðamanna ekki komið greiningardeildinni á óvart. Nýjasta spá Isavia sé í góðu samræmi við þá spá sem Arion banki setti fram í lok mars síðastliðins. Hún geri ráð fyrir fækkun ferðamanna til landsins um 16 prósent á árinu. „Það er þó vissulega eðlilegt að ferðaþjónustuaðilar beri sig misvel í því árferði sem við erum að horfa upp á núna enda getur samsetning, tegund og dvalartími ferðamanna skipt töluverðu máli fyrir rekstur þessara fyrirtækja,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira