Risastórar radísur og núvitund í vinsælum matjurtargörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2019 22:00 Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“ Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Grænmeti sem selt er í verslunum á ekki roð í heimaræktað grænmeti að sögn forskrappa matjurtagarðaverkefnis Akureyrarbæjar. Um 250 einstaklingar rækta grænmeti af miklum móð rétt innan við Akureyri. Verkefnið er hugarfóstur garðyrkjumannsins Jóhanns Thorarensens og hófst fyrir tíu árum síðan. „Þetta ævintýri byrjaði allt með því að það var kreppa í þjóðfélaginu, peninganiðursveifla einhvers konar, og fólkinu vantaði bjargráð,“ segir Jóhann sem hlaut nýlega Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar fyrir starf sitt við matjurtagarðana.Jóhann Thorarensen, garðyrkjumaður.Vísir/Tryggvi PállHver og einn sem vill fá garð fær úthlutað skika og með fylgir fræðsla og forræktaðar plöntur. Garðarnir urðu strax mjög vinsælir. „Ég held að það sé þetta, að hollt og gott grænmeti, menn finna það að þetta er kannski betra en það sem er verið að selja. Menn eru að taka þetta upp fullþroskað og borða stuttu seinna en það sem þú kaupir í búðum er búið að liggja heldur lengur. Það á ekki við roð við þessa heimaræktuðu,“ segir Jóhann. Ef vill kemur á óvart hvaða grænmeti hefur slegið í gegn. „Ég tók eftir því að grænkálið var til dæmis ekki mjög vinsælt í upphafi, margir eiga ekki góðar minningar um það eða vissu ekki hvernig ætti að nota það en svo bara þessir uppskriftameistarar, þeir eru búnir að koma okkur niður á að þetta sé mjög gott í boostið eða morgunhressinguna frekar,“ segir Jóhann.Halla Bergþóra Halldórsdóttir hefur verið með nánast frá upphafi.Vísir/Tryggvi PállOg þeir sem eru með garð eru flestir hæstánægðir með uppskeruna, þar á meðal Halla Bergþóra Halldórsdóttir sem leigt hefur skika nánast frá upphafi.Hvað gerirðu við grænmetið?Nú að að sjálfsögðu borðar fjölskyldan þetta og svo ég líka mjög gaman að því að gefa. Ég gef vinum og vandamönnum þegar ég er að taka upp á haustin því að það er takmarkað sem maður getur geymt og hvað er sælla en að gefa?Það er væntanlega gefandi að rækta sitt eigið grænmeti?„Það er það, maður upplifir bara núvitund þegar maður er hérna að róta í moldinni, það er alveg dásamlegt á góðum dögum.“
Akureyri Matur Umhverfismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira